Hér eru sannkallaðar náttuúrhamfarir í gangi hvað varðar þurrka. Hebbi sem hefur búið í Ásgarði síðan 1959 hefur aldrei séð aðra eins þurrka og bruna á túnum og beitarhólfum.
Sem betur fer erum við búin að vera dugleg að senda frá okkur hross í SS og fækkuðum mikið af skepnum í fyrra og einnig á þessu ári þannig að við erum í þokkalegum málum þar.
Enn eru samt hross hér á viðbótargjöf og þannig verður það uns fer að rigna af einhverju viti.
Sláttur hófst í dag og er sprettan ásættanleg og hlakkar mig mikið til að fara að rúlla og pakka þegar að ég er búin að tæta svolítið úr heyinu í brakandi þurrki:) Hingað komu góðir gestir frá Þýskalandi og Danmerku Landmótsdagana. Embla Hróks með Auðnu Astródóttur
Einnig eru folöldin farin að seljast án þess að ég hafi verið búin að koma þeim inná sölusíðuna hjá mér en það eru ánægðir kúnnar sem eru að skila sér hingað aftur og vilja fá meira:)
Enn er ein hryssa hér óköstuð en líklega er hún að halda í sér vegna þurrkanna. Góðar/slæmar fréttir af Buslunni minni.
Þessi elska á þremur og hálfum fæti,eineygð og gömul ætlaði að hjálpa mér niður í rétt um daginn en ég var að ragast í hrossum og hún sá að það voru einhver vandræði á kellingunni og steingleymdi sér og rauk inní réttina með offorsi og gelti!
Eitthvað gaf sig í veika fætinum og hún var svo kvalin að það var agalegt að horfa uppá hana.
Sem betur fer þá fengum við tíma hjá uppáhalds dýranum okkar og hún var röntgen mynduð í bak og fyrir. Engar breytingar sáust á fætinum frá því að hún var röntgen mynduð síðast en við fundum það út að eitthvað hefur gefið sig í hnénu sem var að trufla hana.
Ég hélt að þetta væri hennar síðasta og bjó mig undir það að þurfa að kveðja hana.
Eigingirnin í manni er rosaleg en helst vill maður eig dýrin sín um aldur og ævi en því miður þá lifa þau miklu styttra en við.
En út komum við glaðar með góð verkja/bólgueyðandi lyf og kvaddi dýri okkur með þeim orðum að nú ætti Buslan bara að vera stofustáss á sínum lyfjum þartil hennar dagur rennur upp.
Nú er bara að passa að hún gleymi sér ekki aftur en hún er fljót að fara í sama farið og ætla að vera til gagns.
Lyfin virka meira að segja svo vel að hún er farin að hoppa útúr bílnum en henni hefur verið lyft upp og tekin niður undanfarið og þannig á það að vera.
Við verðum bara að fara að hafa vit fyrir henni og passa betur uppá hana þessa elsku.
Núna hrýtur hún nýböðuð og rökuð í bólinu sínu:) Ég er að gera smátilraun með að rækta Sæta kartöflur.
Alltaf gaman að rækta eitthvað nýtt og spennandi og nú er komið að því að skella þeim útí matjurtakar og sjá hvað skeður.
Körin niður frá eru að verða full af allskonar grænmeti og góðgæti og ég er þegar farin að taka okkur salat á disk á kvöldin og það styttist í jarðaberin og Hindberin.
Freyja Imsland kom hingað ásamt pabba sínum og var mikið gaman að spjalla við þau og fórum við rúnt um hagana og skoðuðum hrossin og folöldin. Þrá Þristdóttir var sallaróleg með reytinguna.
Freyja háreytti af miklum móð nokkur hross,sum voru alveg til í það að lána lokk af faxi sínu á meðan að önnur voru ekki par hrifin. Hér gubbast útúr útungunarvélum hænuungar af öllum gerðum og stærðum. Silkihænurnar eru svo rosalega duglegar að liggja á og unga út að við erum hætt að setja þeirra egg í vél.
Núna eigum við til sölu nokkra silkihænuunga:)
Ef þú hefur áhuga á að fá unga hringdu þá í mig í síma 869-8192 eða sendu mér tölvupóst á netfangið:) ransy66@gmailcom
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.