Borgfjörð frá Höfnum er á heimleið og búinn að ljúka sínum störfum hér í Ásgarðinum og kynntist öllum sortum af kvenkyninu,smástelpum sem pískruðu af spenningi yfir honum,öðrum sem að hreinlega slógu hann og bitu ef hann vogaði sér að hnusa af þeim og svo fékk hann til sín einstæðar mæður með börnin sín en þær voru nú aðeins auðveldari viðfangs og kunnu sig betur í hestasiðunum. Það bíður eftir honum annað holl af hryssum í Höfnunum og það eru laus 4 pláss undir hann þar en ég get mælt með þessum frábæra fola en ekkert mál er að bæta inná hann og dömurnar mikið velkomnar þó hann sé kominn í hólfið. Borgfjörð sýnir tölt og brokk undir sér með fínum hreyfingum og skeiðið er einnig til staðar. Folatolli undir þennan yndislega höfðingja er stillt í hóf eða 25.000-krónur.
IS2009125771 Borgfjörð frá Höfnum
Faðir:Aðall frá Nýjabæ 8.64 (skeið 9.5) FF:Adam frá Meðalfelli 8.24 (skeið 8.5) FM:Furða frá Nýjabæ 8.06 (skeiðlaus)
Móðir:Perla frá Neðra-Skarði MF:Darri frá Enni MM:Elding frá Syðri-Reistará
Hafið samband við Bogga 8926904 eða Eygló 8956904
Ef þið viljið vita eitthvað nánar um folann þá getið þið sent mér netpóst ransy66@gmail.com
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.