Við vorum svo lukkuleg að fá þá Hjalta og Stebba alla leið hingað í Ásgarðinn til að taka af kindunum.
Þeir voru svo snöggir að rýja kindurnar að ég missti af því að komast útí hús með cameruna þannig að ég varð að fá að elta þá á næstu bæi.
Við vorum reyndar að leiðsegja þeim á Flankastaðina en þangað er alltaf gaman að koma:) Falleg gimbur á Flankastöðum. Þennan lit væri nú gaman að fá í fjárhúsið einhvern daginn:) Geithafurinn á Arnarhól
Nú svo kíktum við líka á Arnarhól en þar eru geitur og ein þeirra sjónvarpstjarna úr Áramótaskaupinu 2011. Jóhanna úr Áramótaskaupinu:)
Blesa gamla á Arnarhól ein besta kindin þar:)
Hún Blesa kemur altaf til mín uppí sumarhólfinu og þiggur brauð hjá mér með mínum kindum. Gullfalleg Blesudóttir Og það kom að því að ullin varð aftur að verðmætum.
Mér hefur reiknast það til að kindin sé farin að skila lyfjakostnaðinum tilbaka í ull þ.e.a.s ef að ekkert stórkostlegt skeður þannig að það þurfi að kalla til dýralækni.
En ekkert má útaf bregða svo að sú innkoma sé farin útá hafsauga og stundum furðar maður sig á því hversvegna maður sé að þessu kindabrölti yfir höfuð.
En þarsem þetta er gaman og maður hefur glænýtt kjet í kistuna á hverju ári þá heldur maður áfram:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.