Heimasíða Ásgarðs

09.02.2012 14:33

Fósturtalningin 4 Febrúar



Fósturtalningin kom vel út og ef hún stenst einsog í fyrra 100% þá eru 2.06 lamb á hverja fengna á.


Þrílembur voru 2 í fyrra en 6 í ár en á móti koma sem betur fer einlembur og eins gott að mér takist að venja undir þær því þó að heimalningar geti verið skemmtilegir þá eru þeir gríðarlega dýrir á fóðrum.

Það voru jafnmargar þrílembur og tvílembur og svo aðeins færri einlembur.

Kraftur Raftson var ekki að gera sig en hann fékk 5 kindur og allar tómar eftir hann.

Toppur hinsvegar týndi þær upp og setti í þær allar.

Toppur og Losti Toppsson eiga öll lömbin í ár og stóðu sig bara vel.

3 kindur eru vafamál með en sónarinn sér ekki hvort er í þeim því að Toppur var í hópnum framyfir miðjann janúar.

Og þarsem Toppur þurfti að týna upp kindurnar eftir hina hrútana var nóg að gera hjá kalli og ekki hefur honum leiðst það:)

Ég á uppáhalds ræktunarlínu og er það hún Karen gamla sem hefur ávalt verið tvílemb annað árið og þrílembd hitt en í fyrra kom hún með eitt (voru tvö fóstur í henni annað dautt) og í ár er hún að koma með eitt lamb svona í restina en Karen átti að fara í haust en það var hreinlega ekki pláss fyrir hana í kistunni.

Það lamb verður eflaust sett á hvort sem það verður hrútur eða gimbur.

Mjólkurlagnin,frjósemin,móðureiginleikarnir ásamt gríðarlega góðri grind er eitthvað sem ég er að leitast eftir.

Það bara þarf ekki að hjálpa þessum kindum að bera,lömbin koma í heiminn stór og stæðileg.

Núna eigum við undan Karen þær Brynju Beauty,Sibbu Gibbu (Flankadætur) og Hebu Toppsdóttur.

Sibba Gibba er þrílembingur og átti þrílembinga í fyrra (aftur í ár) og setti ég á hrút undan henni hann Losta Toppson og var hann að setja í eina kind þrílembinga.

Losti vóg tæp 50 kg um haustið á fæti og stigaðist uppá 82 stig og er þetta hörku lambhrútur og ef eitthvað er þá er hann í harðari kantinum við kindurnar og engin lognmolla þegar að verið er að nota hann á fengitíma.

Nú svo eru það fréttirnar af honum Steingrími Lævísa!

Hvað haldið þið af kauði hafi verið búinn að gera af sér........!

Hann var með gimbrunum enda átti hann að vera gimbur,mín mistök en ekki hans:)

Ég tók að mér að geyma tvær voða flott dæmdar gimbrar fyrir vinafólk okkar og var ég tilbúin með afsökunarræðuna sónardaginn en sem betur fer var ekkert í þeim.

Nú af mínum þremur gimbrum var niðurstaðan þessi:

Heba fína stóra gimbrin mín er með 2 lömbum.
Nr.28 er með 1 lambi
Nr.008 er sem betur fer tóm!

Ég er ánægð yfir því að fá fullt af lömbum í vor en þetta er nú ekki búið og allur sauðburður eftir.

Það er alveg frábært að geta skoðað í pakkana svona tímanlega til að geta hyglað þrílembunum og dregið úr fóðri hjá einlembunum en þær eiga nú ekki alveg að standa í heyi upp fyrir haus og mega draga andann á milli gjafa.

Nú svo verður sauðburðurinn þægilegri í ár en þetta eru tvö holl þannig að það verður smá hvíld á milli og gott að geta rýmt til fyrir seinna hollinu ef að veður verður gott fyrir fyrra holl að vera úti.

Nú ég hef svosem nægt húspláss til að hýsa kindur með eldri lömbum ef vorið verður með derring.

Næsti atburður í fjárhúsinu er rúningurinn en rúningsmennirnri mínir koma í næsta mánuði og þá verður sko tekið vel á móti þeim:)

Þeir voru svo ánægðir með móttökurnar í fyrra og allar kökurnar að þeir voru að gantast með það að byrja hér:)

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að ske í kindadagatalinu og varla sá mánuður sem ekki er eitthvað í vændum.

Krossum putta að vorið verði gott og leggst þetta ár rosalega vel í mig.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591750
Samtals gestir: 59631
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 07:08:44