Heimasíða Ásgarðs

19.01.2012 20:42

Kindur,veðurfar og draumar


Heba Toppsdóttir með Karen mömmu sinni.

Hér er loksins farið að sjást vel í jörð og allir skaflar farnir heita má.


Þessi vetur er ansi eitthvað langur og erfiður finnst okkur og höfum við heyrt um fleiri sem hafa varla komist af bæ nema rétt á milli veðra til að fylla á ískápana sína.

Mig dreymdi í Nóvember örfáum dögum fyrir fyrstu snjókomuna að ég var stödd niður í heimahesthúsinu.

Útihurðin er opin og inn streymdu kindurnar mínar og hlupu þær beinustu leið í rúllu sem þar var inn á ganginum og fóru að éta.

Lind Brynju Beautydóttir og H-Stað

Ég tók eftir því að þær voru flestar drifhvítar og bara örfáar með einstaka dökkum flekkjum.


Alltíeinu ruku þær útum hurðina sem snýr á móti norðri og stukku í rassaköstum niður á bakka og í fjöruna og hurfu mér augum.

Þegar að ég vaknaði þá lagði ég drauminn á minnið og sagði nokkrum vel völdum vinum frá honum og taldi ég víst að þetta væri fyrir miklum snjó sem að svo tæki upp um síðir og líklega myndi ég þurfa að taka kindurnar á hús og ekki getað leyft þeim að standa við opið með rúllu útí einsog vanalega.

Þessi draumur rættist og það var bara núna fyrir 2-3 dögum sem ég gat sett þær greyin út í rúllu en það fíla þær alveg í tætlur og una sér vel ef þær hafa bara nóg að bíta og brenna og sitt skjól.

Núna um daginn dreymdi mig annan draum sem ég veit varla hvernig ég á að ráða?

Dóra mamma Forystu útí góða veðrinu í dag.

Mig dreymir hana Forystu mína og var hún borin þremur lömbum og tvö fyrri lömbin voru mjallahvít og það síðasta flekkótt eða næstum alveg dökkt.


Skildi vera að við eigum eftir tvo snjóa mánuði og svo einn mánuð þartil við fáum að sjá vorið?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593154
Samtals gestir: 59693
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 01:43:59