Ég tók frá í haust 3 lífgimbrar ágætlega stigaðar og neyddist ég til að taka þá fjórðu með þeim,kollótta litla sæta gráflekkótta gimbur sem var með svo óstjórnlega skitu að hún var ekki neitt neitt þannig að ekkert varð úr að hún færi í frystikistuna í ár heldur ákváðum við að gefa henni líf í eitt ár í viðbót og fá þá flott hangiket næsta haust.
Þessar dömur fengu svo meiri félagskap en ég tók tvær hátt stigaðar gimbrar í pössun frá vinafólki okkar og var harðorð í garð þeirra fjárbænda sem að eru að hleypa til á gimbrarnar og hamra ég aldrei nógu mikið á því að svona lagað á ekki að gera.
Nóg er nú um kynsvallið í fjárkofunum þó við förum ekki að bæta við gimbrunum í það svall í ofanálag þarsem við erum nú bara að þessu okkur til gamans og fá kjet í kistuna.
Annað er með þessa stóru fjárbændur sem stóla á innkomu haustsins í dilkum og hafa það að lifibrauði sínu. Þá skil ég mætavel að setja hrúta á bestu gimbrarnar sínar.
En að gimbrunum aftur sem að döfnuðu vel í dekri og fengu gæða hey og köggla og bygg og brauð og kjass og klapp.
Svo var hleypt til fullorðnu kindanna og gimbrarnar fengu bara að góna í gegnum rimlana á lætin.
Svo milli jóla og nýárs sé ég að Skita litla er farin að hömpast á stærstu og flottustu gimbrinni henni Hebu minni. Heba Karenar/Topps dóttir
Nú ég hafði aldrei séð gimbrar hegða sér svona áður,bara yxna kýr og hugsaði með mér"skildi gimbrar geta orðið yxna"?
Ég held áfram að gefa á garðann hjá fullorðna fénu og enn heldur Skita litla áfram að hömpast á Hebunni.
Djös..........ónáttúra í þessum lömbum hugsaði ég!
Ákvað ég að kalla samt í kallinn svo ég gæti skoðað hana Skitu litlu betur en ég var farin að halda að hún væri tvítóla eða eitthvað vangefin þarna í neðra.
Kallinn grípur Skitu og ég veð undir hana og finn þennan rosa pung!
OMG..........!!
Skita er kollóttur hrútur og ég hafði víxlað honum við systur sína í fjárvís og sent hana sem hrút í SS haft hann með gimbrunum svona lítill pervisinn og hornalausann!
Nú á ég von á lömbum undan lömbum og skammast mín niður í rassgat fyrir allar ræðurnar mínar sem Ég var nýfarin að halda varðandi að lömb séu að búa til lömb.
En þetta segir manni að það á ekki að rækta kollótt fé,í þessu tilviki var hann Skita lambhrútur í gimbragæru bölvaður en mikið er hann búinn að hafa gaman af veru sinni með hátt dæmdum gimbrunum!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.