Hér hefur varla verið hægt að ná upp kartöflum úr görðum vegna mikilla rigninga í allt haust og svo frysti duglega og fór að snjóa. Sem betur fer þá er dúkurinn sem ég setti kartöflurnar niður um götin á að gera heilmikið gagn og heldur moldinni nánast alveg frost frírri undir.
Þessar lágu nánast ofaná moldinni þegar að dúknum var lyft upp og þurfti ég að henda þessum sem voru í kantinum en hinar sluppu. Ég fékk ágætis uppskeru en það var cirka fimmfalt undir og eru Premier kartöflurnar alveg að standa sig þrátt fyrir að garðurinn minn valdi svolitlum kláða. Blálandsdrottningin var alin upp í kari og komu þær mér verulega á óvart en þetta er algert met hvað varðar uppskeru. Undir þessum tveimur grösum sem eftir voru fékk ég 86 kartöflur og þá er smæsta smælkið ekki talið með!
Eina sem mér dettur í hug að hafi skeð er að ég var ansi bráðlát síðastliðinn vetur og setti niður örfáar Blálandsdrottningar í mjólkurfernur útí bílskúr og forræktaði.
Þær voru svo settar út ansi snemma og það gerði þvílíkt óveður og grösin féllu og allt sýndist ónýtt.
En viti menn,upp komu þau aftur og uxu ansi villt og grösin voru alltof stór og rengluleg fannst mér.
En þetta er það sem ég uppskar núna í lok Nóvember,86 kartöflur undan 2 grösum!
Hermína heimalningur leggur höfuðið á grindina og mænir eftir tuggu eða brauðbita.Hennar staður á garðanum er næst rúllunni en hún sér alfarið um birgðarkönnun sem fer fram oft á dag. Hennar einkunar orð eru, "ekki er tuggan étin nema á garðann sé komin".
Kraftur Raftsonur frá Halldóri á Bjarnarstöðum í Öxarfirði. Toppur Sindra-Frosta-Raftsonur tilbúinn í tuskið.
Nauðsynlegur stýribúnaður var settur á hornin á honum um daginn:)
Litlu stubbarnir þeir Örn Raftsonur frá Hólabrekku og Losti Toppsonur frá Ásgarði.
Losti er þrílembingur undan þrílemdu og stigaðist ágætlega. Móðirin er hún Sibba Gibba sem er undan henni Karen kind en þessi ættlína er soldið uppáhalds:) Toppur og Kraftur að ræða við dömurnar sínar.
Toppur
Mæðgurnar Sibba Gibba þribbalingur og móðir hennar Karen kind:)
Heba Toppsdóttir og móðirin er Karen kind.
Þessi er orðin svo spök að við verðum að fara að gæta að okkur að gera hana ekki freka en það er voðalega stutt í það. Nú er spennan farin að magnast og hleypt verður til kindanna fljótlega eftir helgina. Hrímnir frá Ásgarði til sölu/for sale.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.