Heimasíða Ásgarðs |
||
10.09.2011 21:16Toppur frá Hólabrekku stigaðist vel:)Við fórum með 12 lömb og tvo veturgamla hrúta í ómskoðun í gær og voru 6 lömb undan Toppi og 6 lömb undan Frakk okkar og kom það okkur svosem ekkrt á óvart að Toppur skildi toppa hann í stigun bæði á þeim sjálfum og svo á lömbunum þeirra. Toppur stigaðist uppá 83 stig og nú á kjellan fyrstu verðlaunahrút og er bara soldið montin með það. Það er í það minnsta betra að eiga fyrstu verðlauna hrút úr því maður á ekki fyrstu verðlauna stóðhest:) Toppur er ættaður frá Halldóri á Bjarnastöðum í Öxarfirði en ræktaður af Arnari og Sollu sem gáfu mér hann sem lamb í fyrrahaust:) Nú er maður að missa sig í þessum tölum úr ómskoðuninni og verður endanlega brjálaður þegar að vigtarseðillinn kemur frá SS..........Þá fyrst er nú legið yfir tölum og mikið pælt.................:) Meira um stigun og fleiri myndir birtast á morgun!
Jæja lesendur góðir..........
Nú er ég búin að vera brjáluð yfir vigtarseðlinum en þetta var hrein hörmung og lömbin bæði lítil og létt og flokkuðust mun verr en í fyrra undan sömu kindum sem skiluðu ágætlega þá. Ástæðan er augljós,hólfið sem þær gengu í og eru vanar að koma með ágætist lömb úr yfirfylltist af aðkomufé sem átti ekki að vera þar og beitin var með lélegasta móti í ár og kindurnar mínar hrundu og mjólkin hefur hrunið í þeim einnig. Best komu þær út sem að voru lengst heima með þrílembinga og seinfætt en það kom mun vænna og stærra heim. 20 lömb fóru í hvíta húsið og ég læt það bara flakka þessar hörmungartölur: Meðalvigt:13 kg Fita:5.60 Gerð:6.20 Í fyrra voru tölurnar ásættanlegri fyrir svona smábændur einsog okkur en ætlunin var að gera aðeins betur í ár: Meðalþyngd:15.56 Fita:6.20 Gerð 8.00 Nú erum við mikið að pæla hvort við verðum hreinlega að girða hér heima góðann sumarhaga handa þeim en það hefur komið gríðarlega vel út hjá þeim kindum sem voru heimavið í tvö sumur en lömbin voru rosalega væn og falleg um haustið. Meira að segja heimalningar sem hafa verið aldir hér heima fóru yfir 20 kg skrokkurinn og það þykir okkur gott. Þetta er rosa svekkjandi að vera búinn að vera vakinn og sofinn allan veturinn og vanda sig við fóðrun og alla umhirðu og taka svo á móti flottum lömbum í góðri fæðingarvigt og senda þau svo væn og pattaraleg með mæðrum sínum í sumarhagann og svo bara hrynur mjólkin í mæðrunum og allt staðnar. Toppur sekkur sér í salatbarinn:) Ég beið með þetta blogg þartil ég fékk tölur úr Grindavík til að hafa til hliðsjónar og sjá hvort að kuldinn í vor og þurrkarnir í sumar voru að spila inní en tölurnar í Grindavík segja mér að hólfið hjá okkur var ofbeitt. Tölur þaðan eru mjög flottar og ef eitthvað er þá eru þær mun betri en í fyrra. Við hjónin eigum eftir að setjast betur niður og ræða þetta og finna út hvað best sé að gera því að kindurnar mínar eiga þetta ekki skilið að fara héðan í flottu standi með falleg lömb,fullar af mjólk og hrynja svo svona niður en margar hverjar líta ekki vel út og tekur það tíma að fóðra þær uppí viðundandi hold og vonandi truflar þetta ekki fengieldið á þeim. Ég er bara drullusvekkt og ekkert minna! Þetta er alltof mikil vinna til að láta þetta fara svona fyrir utan að koma svona fram við skepnurnar......... Ég reiknaði út um daginn muninn á hvað ein kanína er að gefa á móti einni kind og eru það skuggalegar tölur sem þar koma fram. Ég var reyndar búin að læra allt um það á Hvanneyri á sínum tíma en þá var ég ekki komin með kindur en núna sé ég það svart á hvítu að 1 kanína er að gefa af sér leikandi einsog 3 kindur! Fyrir utan það að ég þarf ekki að vaka yfir kanínunni þegar að hún gýtur-þarf ekki að keyra henni á fjall eða sækja eða hlaupa hana uppi-þarf ekki að nota NEIN LYF! Hún borðar margfalt minna en kind og að handleika hana er létt verk á meðan að maður þarf að handleika kindur og lömb með tilheyrandi marblettum og litadýrð. Dóra komin heim með Frakksdæturnar. EN það er samt margt sem að kindin gefur manni og er hún mun meiri og sterkari karakter en kanínan og allt bröltið í kringum kindurnar og félagskapurinn getur verið mjög skemmtilegur. Við eigum marga góða vini sem eru að stússast með kindur og erum við afar þakklát fyrir þann félagskap:) Læt þessu lokið í bili með videoi úr Grindavíkursmalinu 2011. Er farin út að huga að dýrunum á bænum:) Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is