
Það er brakandi blíða og við á fullu í heyskap.
Fyrst gekk þetta hálf brösulega,sprakk á tætlunni okkar og þá fengum við lánaða tætlu hjá nágrannanum og tókst mér að missa hana aftanúr traktornum á ferð!
Rosalega brá konunni!
Sem betur fer þá varð ekkert tjón á tætlunni og málunum reddað hið snarasta.
Svo sprengdi ég einnig dekk á lánstætlunni og það kom svo rosalegur hvellur að ég missti næstum heyrnina á öðru eyra restina af deginum.
Kallinn var líka að tjónast með sláttuvélina og var hann meira og minna með hana inná verkstæðinu.Svo loksins þegar að við vorum tilbúin að rúlla og pakka þá fór þetta að ganga einsog smurt og rúlluðum við Móhús,Nýja-Bæ,Móakot og Meiðastaði og virðist sem heyfengur sé mjög svipaður og í fyrra.Á morgun á að rúlla Kothús og Rafnkelsstaði og svo á að fara að rigna sem betur fer.Hér er allt að skrælna og beitarmál í miklum ólestri en gróður kemst bara ekki upp vegna þurrka.