Ég skrapp til Ásu í Gróðrastöðina Glitbrá í Sandgerði í dag að kíkja á blóm og matjurtir og var með cameruna með mér.
Þarna gerði ég góð kaup í vor þegar að ég var að starta matjurtaræktuninni í fiskikörunum en moldina verslaði ég þar,fræin og ýmislegt fleira og í dag kom ég heim með fullan bíl af matjurtum en ég klikkaði á að forrækta meira því sum körin eru að losna og um að gera að nota sumarið í að rækta eitthvað grænt og hollt:) Dúfa með nýuppteknu grænmeti úr Ásgarðinum. Ofurradísurnar vega allt uppí tæp 150 grömm stykkið!
Málið er hjá okkur að rækta allt sem á diskinn fer og ekkert minna!
Úrvalið í blómunum hjá Ásu er geggjað og ég missti mig alveg á camerunni og hér er afraksturinn! Dvergtópakshorn Flauelsblóm Milljónbjalla Skjaldflétta Bláhnoða Nellikka Flauelsblóm Brúðarstjarna
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.