Hylling Brúnblesadóttir kom með þessa líka fínu Hróksdóttur handa kallinum og gladdist hann mjög yfir nefskrautinu á þeirri stuttu.
Hrókur er einlitur og Hylling er með pínku ponsu litla stjörnu í enninu. Þetta hefur verið nóg til að setja þessa líka fínu nös á folaldið. Hryssan litla er flott og móðirin er hæst ánægð með folaldið sitt og vonandi að það verði brattara en folaldið hennar frá í fyrra en það drapst vegna hestapestarinnar orðið nokkurra vikna gamalt.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.