Eðja kom með strák undan Astró frá Heiðarbrún handa okkur í ár og ef ég er ekki alveg galin þá gæti þetta verið litföróttur strákur en við skulum bíða og sjá til þartil folaldahárin fara að falla af honum síðar í sumar.
Hún er alltaf jafnstygg og hrædd við allt fyrstu dagana en mér tekst nú alltaf að fikra mig að henni og tala hana til þartil ég næ taglinu upp á folöldunum til að kíkja á kynið. Eitthvað var að trufla Eðjuna en það var nú bara kallinn í regngallanum hehehehe........:)
Reyndar treystir hún mér ágætlega síðan ég hjálpaði henni með hann Óðinn litla fyrir nokkrum árum en hann óx of skart í móðurkviði vegna offóðrunar á merinni að það kom svo mikil beygja á hrygginn á honum að merin var alveg dauðuppgefin við að koma honum í heiminn.
Ég var í fleiri klukkustundir að koma honum á spena því hann var alveg í L. Ég varð að styðja við aðra hliðina á honum á meðan að hann stóð og teygaði í sig fyrstu móðurmjólkina en það fékk hann ekki fyrren Eðja var farin að skilja að ég var að hjálpa henni en ekki taka af henni folaldið.
Stóðið var svo spennt yfir þessu og virtist skynja að eitthvað var að. Hrókur stóð sig vel og reyndi hvað hann gat til að stugga hinum hryssunum frá á meðan ég kom Óðinn litla á fætur.
Það var frábær tilfinning þegar að Eðja skildi að við tvö vorum að hjálpa henni en ekki öfugt og Hrókur stóð á milli stóðsins og okkar þriggja og varnaði forvitnum hrossum aðkomu að okkur. Vanalega stendur hann vörð á meðan að hryssurnar kasta en þarna var hann aðeins ákveðnari en venjulega. Gaman að kynnast og þekkja einstaklingana í stóðinu sínu og finna traustið sem myndast og eflist ár frá ári.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.