Lengi er von á einum segir orðatiltækið en hér fæddist lamb "óvænt" þann 15 Júní.
Við fengum gefins kind í vetur sem að sónaðist tóm og átti að fella.
Ákveðið var að geyma hana og skíra hana Sóley en hún er áberandi gul blessunin og fallega feit er hún.
Ég margtók undir hana í vor en var ekki viss,júgrað var frekar stórt en gat hafa verið fitujúgra enda kindin mun feitari en hún Hermína okkar sem hefur slegið hér öll met í holdafari og áti.
Sóley var svo sett út með hinum kindunum og var ég með annað augað á henni og svo var hún komin einn daginn þegar að ég kallaði í þær í brauðið með pínkulítið lamb (miðaða við hin lömbin:)en sú stutta var gripin og bólusett,sprautuð með Selen,vigtuð og mörkuð.
Hún er flottur einlembingur 5.5 kg.
Hér er allt að skrælna úr þurrki og veðurblíðan að drepa mann dag eftir dag.
Það sprettur ekkert að ráði og hagarnir eru að reyna að kreista upp stráin en það gengur hægt.
Það sárvantar hér rigninguna en það er ágætlega hlýtt eða damlar í tveggja hita tölum dag eftir dag með logni og eða gjólu.
Við fórum með 15 kindur með lömbum og tvo hrúta þann 20 Júní uppí sumarhólfið sitt sem er ágætlega sprottið enda vel áborið og friðað alveg framtil 10 Júní í ár.
Heima erum við með 4 kindur sem við viljum hafa nærri okkur og hygla en það eru þær: Fröken Spök með Litlu Svört sem að fótbrotnaði og systur hennar.
L-Svört sem vóg ekki nema 900 grömm þegar að hún fæddist en er komin yfir 10 kg núna:) Sóley með litlu gimbrina sína síðbornu. Forysta með sína þrílembinga stráka. Og Sibbu Gibbu þrílembingar,tvær gimbrar og einn hrússi.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.