Spennan að verða óbærileg hjá Hróksa.......:) Hvar eru dömurnar:)?
Hrókur var settur í merar í dag og var hann mikið kátur að komast loksins út á græn grös. Þetta er rétta lyktin:)
Ég var ekki síður glöð enda leiðinlegt að loka þessi grey inni á vorin en veður hefur ekki verið spennandi og allt skeður miklu seinna en í venjulegu árferði. Stórstjarna tók smá dans.
Hryssur á mínum bæ halda folöldunum sínum í sér eins og þær geta,gróður er seinn til og meira að segja kanínurnar halda í sér ungunum lengur en vanalega sem er MJÖG óvenjulegt! Hrókur gat ekki minni verið og missti sig í ræl og tjútt.... Fuss og svei...engin dama í látum hér.....ég er farinn....!
En loksins fyrir 3-4 dögum tók gróður verulega góðann kipp og það liggur við að maður sjái grösin stækka.
Váli fór einnig í sínar merar og er laust undir hann og kostar tollurinn 20.000-.
Einum tolli er óráðstafað undir Hrók frá Gíslabæ og er ekkert mál að bæta við hryssum í hólfið hans og kostar tollurinn 35.000-
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.