
Bleikálótt Astró dóttir og er það þriðja folaldið í ár og allt merfolöld:)
Litla Löpp hefur altaf sama háttinn á eftir að við hættum að opna bakkann svokallaða fyrir fylfullu hryssurnar í byrjun maí.
Hún veður meðfram girðingunni alveg brjáluð og reynir allt hvað hún getur til að komast niður á bakka en þar er stór laut sem að hún hefur notað sem skjól á meðan hún er að kasta.
Þessi laut er afar vinsæl og þykir hryssunum hér á bæ súrt að þurfa að kasta inná túni þessi síðustu ár eftir að ég breytti beitarfyrirkomulaginu hér.
En svona er nú lífið og ekkert annað í boði en að láta sér það nægja en bakkinn þarf á friðun að halda eitthvað frammí Júní svo að hann sé þokkalega vel grösugur til að taka á móti þeim með folöldin sín og stóðhesti.