Heimasíða Ásgarðs

18.05.2011 15:10

Seinna holl búið og sauðburði lokið 13 Maí


Gullhyrnu/Topps dóttir nr.17

Þá er seinna hollinu lokið en fimm kindur af 18 gengu upp og lauk sauðburði hér þann 13 maí.

Ég er nokkuð sátt en með mikilli yfirlegu og þrjósku þá lifðu öll lömbin 34 sem að sónarinn var búinn að lofa okkur.
Sónarinn stóðst semsagt 100% og er næsta víst að við látum sóna aftur.

Gullhyrnu/Toppsdóttir nr.18

Eitt aukalamb kom frá Jóni bónda en kviðslitin kind bar tveimur lömbum og kom annað lambið hingað ókarað alveg glænýtt og var sett undir hana Gráhyrnu sem að var sónuð með einu lambi og hafði borið 6 tímum áður og tók hún til við að kara það strax og kumra við það.


Tvö að derra sig í leik:)

Hún veit af því að hún á það ekki en er góð við það.


Jón litli fær samt ekki nóg að drekka þannig að ég bæti á hann SMA þurrmjólkurduft (sem er ætluð unganbörnum og hefur reynst mér vel) til að hjálpa uppá styrk og þroska en það kemur að því einn daginn að hann verður nógu kraftmikill til að teyga mjólkina af sama ákafa og stóri fósturbróðir gerir.


Dóru/Frakkssdóttir

Lömbin eru spræk og hress en þessa dagana er maður við það að kalla í allt inn og hýsa vegna kulda.

Tvö af Forystu/Frakks þrílembingunum.

Líklega loka ég allt inni um helgina en þá á að gera leiðinda veður og gott að vita af öllum inni í góðu skjóli fyrir norðangarranum.


4 daga Brynju Beauty/Frakkssonur:)

Hérna er frábær linkur fyrir okkur sem eru að stíga sín fyrstu skref og fyrir þá reyndari að rifja upp hvað getur verið að í fjárhúsinu og hvað sé til ráða:
Sjúkdómar í sauðfé

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 902
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537282
Samtals gestir: 57179
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 09:47:54