Heimasíða Ásgarðs |
||
23.04.2011 15:20Sauðburður hafinn/fyrra holl búiðGrá lambadrottning og lambakóngur. Erva frá Stað var fyrst til að bera og gerði það á 139 degi. Vanalega bera þær í kringum og á 142 degi hjá okkur. Hún gerði þetta bara ein og óstudd án afskipta frá okkur mannfólkinu og er hún mikil móðir og mjólkin flæðir alveg úr henni. Hún hefur ekki gefið það eftir að láta hinar kindurnar stela af sér lömbunum en þær eru að drepast úr öfund og hanga sumar fyrir utan burðarstíuna hennar mænandi á litlu lömbin hennar í von um að fá að stela þeim. Það ætti að koma burðarhrina í kvöld eða nótt en ég var í fjárhúsunum til að verða 05:00 í morgun en dömurnar lágu bara jórtrandi um alla stíuna og skildu ekkert í þessum áhuga mínum á þeim. Sibba Gibba nær og Forysta fjær. Verðandi þríbúramæðurnar þær Sibba Gibba og Forysta eru komnar í sér burðarstíur og er ég að hygla þeim aukreitis en Sibba Gibba mætti vera brattari í holdum hjá mér. Eitthvað eru lömbin að taka til sín og sést það á henni blessaðri. Kallinn smíðar og smíðar burðarstíur og nú er hann farinn að setja lamir á hurðirnar! Spottar hafa dugað mér hinga til:) Ég spurði hann í dag hvort hann væri ekki farinn að sauma gardínur líka! Ja.........Flott skal það vera hjá honum:) Myndaalbúm Sauðburður Ásgarði 2011 Rifa Dóru/Kátsdóttir. Þá er fyrra holli lokið en það eru 13 bornar og komin 26 lömb. 13 gimbrar og 13 hrútar er skiptingin. 5 hafa gengið upp hjá mér og svo er ein sú sjötta sem ég fékk gefins um daginn en hún sónaðist tóm í sínu fjárhúsi en það er komið undir hana þannig að von er á lambi/lömbum úr henni blessaðri. Fröken Óþolinmóð búin að velja sér burðarstíu. Heilt yfir litið þá hefur sauðburður hér gengið vel og kindurnar verið duglegar að koma lömbunum frá sér án mikillar aðstoðar en auðvitað liðkar maður til og hjálpar þeim en ég legg áheyrslu á að þær séu með góða burðareiginleika og geti þetta helst sjálfar. Forysta sónaðist með 3 og kom með 3 litalömb undan Frakk. Sibba Gibba sónaðist með 3 og kom með 3 hvít Toppslömb. Fyrra lambið hjá Rifu að birtast. Aðeins ein kind átti í verulegum erfiðleikum en það var hún Rák tvævetla sem var að bera í fyrsta sinn og kom með alltof stórann einlembing. Ég ætla ekki að fara nánar útí þá lýsingar í smáatriðum en ég hélt á tímabili að lambið væri dautt í fæðingarveginum en það var lífsmark með því þegar að okkur tókst loksins að ná því út en tæpt var það. Þetta var hrútur og var hann svo bólginn um hausinn að ég varð að mjólka kindina í viku og hella ofaní hann þartil að hann var orðinn það brattur að hann fór að geta sogið mömmu sína sjálfur. Hann var farinn að elta mig á röndum jarmandi og leit ekki við mömmu sinni því hann vissi hvaðan mjólkin kom,frá kellingunni með pelann:) Ég gaf honum tvisvar á dag og mjólkaði Rák fyrst tvisvar á sólahring og svo bara fyrri partinn og gaf litla kút SMA barnaþurrmjólk seinnipartinn. Þetta kom svona vel út að hann braggaðist og fékk styrk og á endanum gat hann drukkið móðumjólkina beint úr spenanum á mömmu sinni en það sá ég í fyrsta sinn í gær enda var hann ekkert voða spenntur að sjá mig:) Enda var kellingin farin að svindla og gefa honum þurrmjólkurduft......fusss....! Litla Svört og Litla Hvít. Hin "vandamálakindin" bar tveimur agnarsmáum lömbum og hefur ekkert gefið í fóstrin enda sjálf spikfeit eftir burðinn. Hún átti tvær gimbrar og vóg sú hvíta 1.2 kg og hin sú svarta 900 grömm! Þessi litlu lömb voru hin sprækustu og stóðu strax upp rennblaut og fóru beint á spena en ég bjóst varla við því að þau næðu uppí spenana en það er hið minnsta mál og totta þær í sig móðurmjólkina af miklum krafti. EN svo tók kindin uppá því að stíga á Litlu Svört og afturfótur kubbaðist í sundur fyrir ofan hækil! Ég fékk margar góðar ráðleggingar á Face Book hvað gera skildi en treysti mér svo ekki til að koma brotinu rétt saman þannig að Litla Svört fékk bílferð á Dýralæknastofu Suðurnesja þarsem Hrund setti litla gifsspelku á hana og vafði vel um litla fótinn. Litla Svört komin heim aftur í stíuna til mömmu. Núna dröslast hún um hagann á eftir mömmu sinni og systir og er meira að segja að myndast til við að hoppa og leika sér einsog hin lömbin! Lífskrafturinn er alveg með ólíkindum í þessu litla lambi þannig að við ákváðum að gefa henni séns enda erum við hjónin óskaplega mjúk og meyr og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera vel við dýrin okkar en svo koma stundir þarsem við verðum að fara hina leiðina ef að dýrið er ekki að gera sig og verður maður að reyna að finn réttu mörkin hvoru megin skepnan á að falla. Núna er smá pása og var hún vel þegin til að dunda í girðingavinnu en hér eru girðingar í tætlum eftir td óveðrin og svo er bara verið að gera klárt fyrir hryssurnar en núna fer að líða að því að þær fari að kasta en Astró frá Heiðarbrún var hér frekar snemma síðastliðið vor og megum við vænta folalda á allra næstu sólahringum. Fleiri en við eigum von á folöldum undan kappanum og skelli ég inn mynd af Alexander og Astró en þeir hrepptu fyrsta sæti á Íþróttamóti Mána núna um daginn. Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is