Heimasíða Ásgarðs

23.04.2011 00:55

Ræktun....hvað er það?


Glimra Hróksdóttir í Svíþjóð nýbúin að vinna töltmót.

Ég fæ stundum sendar myndir af hrossum frá okkur og þá helst af Hróksafkvæmum sem að gleðja eigendur sína í útlandinu.


Þula Hróksdóttir í Svíþjóð.

Maður leggur upp í ræktun með ýmsar hugmyndir í kollinum hvað maður ætli sér að rækta.

Völva Hróksdóttir í Þýskalandi 1 sæti á folaldasýningu ytra.

Geðgóð hross,faxprúð og í fallegum litum sem barnið,foreldrarnir og amman og afi geta notið er það sem er mér ofarlega í huga.

Lóa Hróksdóttir í Danmörku

Hrókur leggur til gott geðslag ásamt miklum prúðleika en ekki mikla litadýrð sem að hryssurnar hér á bæ redda í staðinn.

Flestar eru þær tamdar og hafa verið notaðar sem venjulegir útreiðarhestar/ferðahestar og sumar hafa verið notaðar sem keppnishross með ágætis árangri.

En ég er bara örsmátt peð í þessari ræktun því að á undan mér voru aðrir að rækta hrossin sem mín eru undan í dag.

Hvað skildu þeir hafa verið að rækta???

Góða vagnhesta eða fótviss smalahross???

Og þar á undan þeim??

Góða plóghesta eða mjúkgenga pósthesta sem nýttust einnig þegar að mikið lá á að sækja ljósmóður???

Hvernig hross ætli þeir sem á eftir mér koma séu að fara að rækta eftir minn dag??

Ég er bara peð að leika mér með nokkrar hryssur og stóðhest sem mér hugnast og ég hef gaman af.

Það gleður mig ósegjanlega að geta glatt aðra með því sem ég er að gera í minni ræktun þó hún spanni ekki yfir langann tíma.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535594
Samtals gestir: 57077
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 20:57:35