Við skelltum okkur í aðra sveit um daginn og með í för var hún Súsý litla minkaveiðibani með meiru og var ætlunin að hitta hann Kisa sem er ekki minni bani en hún.
Kisi er margrómaður í sinni sveit og þarna var allt fuglalíf þagnað vegna ágangs Minks en eftir að Kisi kom í sveitina og tuskaði til Minkana þá ómar allt í fuglasöng svo undir tekur. Kisi skók sér í trylltum dans fyrir Súsý en allt kom fyrir ekki.Hún vildi bara klapp og kjass hjá bóndanum í stóru sveitinni sem henni fannst miklu skemmtilegri en þessi slefandi hundur sem lét sér ekki segjast! URRRRRRRRRRRR...........................!!!!!! Ekki árennileg sú stutta með tennurnar svona skínandi á lofti!
Okkur fannst hann Kisi óttalega líkur henni Súsý okkar og ekki voru nú veiðisögurnar heldur ólíkar og á endanum var einsog við værum að tala um sama hundinn.
Yfir kaffibolla fóru svo að renna á okkur tvær grímur og á endanum hringdi hann Hebbi minn suður í Sandgerði og þá kom sannleikurinn í ljós.
Við vorum búin að keyra 500 kílómetra leið með Súsý til að hitta hálfbróður sinn!!!!!!!!!!
Þau eru bæði undan honum Kubb heitnum sem var frábær minkabani hjá Palla í Norðurkoti en þar er næst stærsta Æðarvarp á Íslandi.
Svona fór um sjóferð þá en við fengum loforð fyrir Kisa hingað ef við skildum vilja nota hann á annaðhvort Skvettu eða Tobbu Önnu.
Skvetta væri frábær á móti honum en þau eru bæði svipuð að stærð og nánast alveg eins á litinn.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.