Ég var á ferð um daginn í Grindavík og þá gekk ég næstum á þessa Brandugla sem sat hin rólegasta á staur og góndi útí loftið.
Hún sat sem fastast á meðan að ég færði mig nær og nær með cameruna og stundum varð ég að blístra á hana til að hún liti nú í linsuna en ekki eitthvað útí loftið:) Á svona mómentum á maður að hafa fullhlaðin batterýin og cameruna heita en ekki við það að frjósa eftir hvern smelltann ramma en það var rosa kalt þennan dag.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.