Hann Lappi síðasti hvolpurinn úr gotinu hjá Tobbu Önnu var sóttur í gær og er hann verðandi minkaveiðbani í Borgarfirðinum. Hann fór á flott heimili en hann er orkubolti mikill en mjög skemmtilegur og öskufljótur að læra. Ég dró vanalega úr því við fólk að taka hann vegna þess að ég vildi að hann færi þarsem hann kæmist í vinnu en mig grunar að hann hafi verið of vinnusamur til að geta orðið góður sófahundur.
Nú bíð ég spennt eftir fréttum af honum Lappa og vonast til að hann verði nú duglegur minkaveiðihundur eins og mamma sín og pabbi.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.