Vorið bankaði á dyrnar hér í Ásgarðinum í dag þrátt fyrir að haustverkum sé enn ólokið. Blálandsdrottning.
Blálandsdrottningin var enn útí beði en ég hafði haft vit á því að setja vel af mold yfir þær áður en dagatalið sagði að vetur ætti að vera við það að skella á. Nokkuð vænar margar miðað við gsm inn minn.
Við hér á Garðskagatánni vorum orðin hundfúl á endalausu hausti en svo fengum við grimmdarfrost í Janúar og skulfum einsog hríslur og svo loksins snjóaði í byrjun Febrúar. Stóðhestarnir og kindurnar í blíðviðrinu í dag.
Í dag 16 Febrúar er hinsvegar allt útlit fyrir að vorið sé að banka fyrsta banki á dyrnar en það eru farnar að kíkja upp nálar og fé er farið að rölta um eftir kroppi og hross farin að fara úr rúllum af og til.
Verst hvað hrossin eru agaleg með að róta upp jarðveginum til að næla sér í rætur og nálar og skilja svo allt eftir í rúst:( Hænurnar eru á vappi eftir ormum sem eru farnir að láta á sér kræla. Hlustað eftir ormum og öðru góðgæti. Silkihæna og hani.
Kínverksu Silkihænurnar eru hinsvegar alsælar inni og vilja ekki fyrir sitt litla líf vera úti en fiðan á þeim gæti farið úr skorðum við að fá smá gjólu í hana:) Skrautlegur Silkihani.
Það er BARA fyndið að sjá þær þegar að ég hef pínt þær út í góðu verði,þær verða hundfúlar og reyna að snúa á kellingun alveg einsog þær geta til að komast aftur inn.
Það er ekki viðlit að reyna að koma þeim út þrátt fyrir algert logn og sólskin.
Ég er að safna eggjum undan þeim til útungunar en fyrsta útungunarvél er að fara í vorþrif og sótthreinsun og líkur eru á ungum 12 Mars næstkomandi sem verða þá til sölu.
Hafir þú áhuga á að fá keypta Silkihænuunga þá hafðu samband í netfangið
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.