Hér er búið að hleypa til og var það gert 4 Desember og notaðir voru 2 lambhrútar í verkið þrátt fyrir að ég hafi verið nýkomin af sæðingarnámskeiði. Legg ekki í þessar sæðingar alveg í ár,geri það kannski næst. Byggveisla í boði Svans í Dalsmynni
Hermína missti sig bókstaflega ofaní byggfötuna!
Hrússarnir í ár eru þeir Frakkur Forkson frá Ásgarði og Toppur Sindrason frá Hólabrekku. Frakkur Forkson/Sibbu Gibbu að skanna útí loftið:)
Frakkur er flekkóttur frekar háfættur og með endemum duglegur að sinna starfi sínu. Það þurfti frekar að hafa auga með honum og stoppa hann af í látunum því ekki á ég hjartastuðtæki í fjárhúsunum fyrir svona gauragang. Hann er kominn af mjög frjósömum foreldrum en faðir hans Forkur er þrílembingur og móðir hans Sibba Gibba er einnig þrílembingur. Toppur bauð dömunum út að borða......Bygg:)
Toppur var dannaðri en einnig duglegur. Hann er lappastyttri og gríðarlega mikill kjötkall.Geðslagið alveg til fyrirmyndar:) Hann stigast í kringum 85-85.5 eftir því sem vanir þuklarar segja. Við urðum að grafa holu í krónni og skella dömunum ofaní fyrir Toppinn. Áttum ekki háhæla hrútskó en það er í vinnslu....LOL.....:)
Týndum við svo dömurnar í hann en það þótti honum afar þægilegt og ekki verra að fá sér tuggu á milli þess sem hann setti litlu lömbin í þær hehehehehehe.....:)
Toppurinn er rosalega flottur hrútur enda ættin að honum ekkert slor.Hann er undan Sindra frá Bjarnastöðum sem er undan Frosta frá Bjarnastöðum (kominn á stöðina) sem er Raftsonur. Móðurættin rekur sig í Kveik frá Hesti. Ættina að honum Topp mínum er hægt að rekja aftur til 1951.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.