Hvolparnir eru að týnast að heiman í dag og gaman að sjá nýja eigendurnar svona hamingjusama með litlu voffaskottin sín:) Falleg tík sem fór á Akranes og framtíðin er ekki björt fyrir minkinn þar ef sú stutta stendur sig sem ég efast ekki um að hún geri:) Kalli káti orkuboltinn í hópnum.
Flottastur með systur sinni. Tobbi litli með stóra frænda honum Tinna.
Tinni er frá okkur og var hann miklu dekkri þegar að hann fæddist en lýstist svo svona upp.Hann er albróðir Buslu okkar (sem er 11 ára) en ekki úr sama goti og hún. Semsagt pabbi Toppa litla er albróðir Tinna:) Tinni er 10 ára gamall og rosalega hraustur og kátur hundur.
Glænýjar myndir af þessum 3 hvolpum sem fara í dag eru í albúminu hér.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.