Virðing frá Víðihlíð eigandi Sibylle í Þýskalandi.
Ég ætlaði að vera löngu búin að koma frá mér gestahrossa bloggi fyrir þá sem hér eiga hross í hagagöngu.
Drottning frá Ásgarði eigandi Sybille Þýskalandi
Vil taka það fram að ég er hætt í bili að taka í hagagöngu og er að hvíla bæði okkur og jörðina eftir 2007 lætin og þar í kring.
Það er ekki lítil ábyrgð að hafa hross fyrir aðra og ég tala nú ekki um núna á meðan að hestapestin er að hrella hross og veturinn framundan. Þrá Þrisdóttir frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi.
Talandi um hestapestina í öðrum dýrategundum en hrossum þá er sannað að hún fer í menn,ketti og hunda og núna grunar mig að hún fari einnig í sauðfé en það eru orðnir ansi margir sauðfjárbændur sem kvarta yfir sérkennilegu kvefi í sínum kindum.
Ekki þessu venjulega kvefi sem þekkist í sauðfé heldur eitthvað annað sem líkist hestapestinni.
En þarsem ég hef ekki hundsvit á þessu og er ekki menntuð á þessu sviði er mér nær að steinþegja og halda bara kjafti því ekki er gott að blaðra um eitthvað sem maður veit ekkert um. Von frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi
Veðrið er ekki til að kvarta yfir.
Folaldshryssurnar fengu rúllu um daginn og lágu hér afvelta um allt af ofáti en svo tóku þær á rás niður á bakka aftur þegar að ég opnaði hliðið og hafa ekki látið sjá sig hér heima meir þannig að það var sjálf hætt að bjóða þeim í mat. Þær láta sjá sig aftur þegar að þær verða svangar eða jarðbönn verða vegna snjóa. Embla Hróksdóttir frá Ásgarði
Var í 4 sæti á folaldasýningu Mána 2008 4 place at foalshow 2008 Til sölu/for sale Fylfull við Astró frá Heiðarbrún Covered by Astró frá Heiðarbrún
Snjó höfum við ekki séð og er maður að vonast til að sjá nokkur korn í kringum jólin minnsta kosti.
Margt var um manninn í Ásgarðinum í dag,talan er að nálgast 20 manns enda helgi og gott veður. Við erum ekki einmana í sveitinni og erum rík af vinum:)
Allt að fyllast af söluhrossum og margt spennandi á boði! Many new horses on the salespage!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.