Var að fá himneskann,brakandi,ryklausann hálm í hús frá Dalsmynni sf en hálm nota ég undir kanínurnar og fleiri skepnur hér á bæ þiggja að fá hálm til sín líkt og dúfurnar. Þær eru duglegar að tína stráin í hreiður og gengur oft mikið á þegar að ég bæti inn hálm í búrið en þá streyma þær að til að ná sér í efni til hreiðurgerðar.
Þeir sem vilja prófa þennan gæðahálm geta haft samband við þá Svan í Dalsmynni og Einar í Söðulsholti en þessir sómamenn bagga hálminn í þægilegar stærðir af litlu böggunum og vigtar hver baggi cirka 15 kg og kostar bagginn 600-krónur stykkið afhent í Söðulsholti.
Hingað kom fólk í dag að velja sér hvolp og þá eru 2 úr gotinu lofaðir. Ein dökk tík og lítill flekkóttur strákur.
Hjónin sem komu í dag komu með hann Tinna sem er albróðir Buslu en úr öðru goti og er Tinni orðinn 10 ára gamall og sér ekki á honum!
Hann lítur alveg rosalega vel út og það var gaman að hitta þennan höfðingja sem sýndi marga kunnulega takta og oft tók hjartað í mér kipp þegar að hann sýndi nákvæmlega sömu taktana og hún Tara gamla mamma hans.
Við erum á fullu að girða fyrir ofan veg kindahólfið og verðum föst í því alla helgina enda er von á restinni af kindunum úr sumarhaganum í þessum mánuði. Eins gott að við verðum dugleg þessa helgi svo við klárum loksins að girða og getum kannski aðeins skroppið smá í sumarbústaðaferð áður en fer að kólna.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.