Heimasíða Ásgarðs

24.09.2010 23:58

Selveiðar í Ásgarðinum

Hér er allt í góðum gír í Ásgarðinum.
Kirsten vinkona mín er í heimsókn hjá okkur og erum við búnar að vera að bralla ýmislegt hestatengt.

Í gærkveldi skelltum við okkur austur fyrir fjall í Ölfushöllina á hestasölusýningu og þar voru nú nokkrir gæðingar sem ég var alveg til í að lauma í vasann og fara með heim.
Það er gaman að sjá svipinn á útlendingnum þegar að maður fer með þá á svona staði.
Hún hreinlega gapti af undrun yfir öllum fínheitunum í Ölfushöllinni og leðursófsettunum og ekki minna virði fannst henni hvað þarna var hlýtt og notalegt að vera.

Karsten maðurinn hennar skrapp hingað uppá skerið líka en ekki voru það hrossin sem drógu hann hingað heldur íslenskt náttúra og veiðar.

Í fyrradag náði hann sel og það var heldur betur veisla fyrir hann og allt af dýrinu nýtt skal ég ykkur segja.

Síðasta reynsla okkar hjónanna af selaáti var svo slæm að inná fínu veitingarhúsi varð ég að ulla útúr mér í servíettu selabita sem ég smakkaði á!
Þvílíkur vibbi sem kjötið var og grunar okkur að kokkinum hafi tekist að eyðileggja það kjöt á einhvern undarlegann hátt því þegar að ég var barn þá borðari ég selkjöt með bestu lyst.


Selslundir í hvítvínssósu.

Nú en aftur að selnum sem veiddur var í Ásgarðsfjörunni.

Karsten tók úr honum lundirnar og matreiddi hann þær á flottan hátt og úr varð að ég smakkaði og það var ekki aftur snúið.
Ég fékk mér aftur á diskinn og kallinn minn þrisvar sinnum!

Lambakótiletturnar sem ég grillaði voru bara rauðar af öfund (hefðu mátt vera meira grillaðar:) og enduðu inní ískáp sármóðgaðar.

Þær verða bara borðaðar seinna með bestu lyst:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1334
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537714
Samtals gestir: 57197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:32:11