Þá eru fyrstu gripirnir komnir ofaní frystikistuna þetta haustið. Kátur Flankasonur kallinn minn góði.
Kátur Flankason var einn af þeim en hann var orðinn alltof skyldur kindunum og hefði orðið atvinnulaus blessaður.
Ég tók nokkrar myndir af honum áður en hann fór blessaður og satt best að segja þá sakna ég hans. Altaf gaman að kalla á hann því hann svaraði altaf með löngu jarmi á meðan hann rölti til manns til að fá klappið sitt:)
Tvö lömb fengu faraleyfið í kistuna en annað þeirra tolldi illa innan girðingar en það var hún Unnur litla Forystu/Kátsdóttir. Hún vóg 14 kg en hitt var undan Brynju Beauty og Fork frá Stað og vóg það 18.5 kg.
Góður tvílembingur það og spennó að vita hve þungt hitt lambið á móti verður.
Karenar dætur eru að stimpla sig vel inn og er mjólkurlagnin og góðir móðureiginleikar sem þar ber hæðst.
Nú eitthvað á hann Forkur frá Stað í þessu líka en ég er svo hrifin af lömbunum undan honum að ég ætla að setja eitt stykki kollóttan flekkóttan lambhrút á undan honum og Sibbu Gibbu Karenardóttur. Sibba Gibba með sín fyrstu lömb.
Tveir Forkssynir á beit.
Ekki amalegt að fá svo Forkinn hingað í einsog 1-2 sólahringa um fengitímann en þessi flotti flekkótti hrútur stigaðist mjög vel í fyrra og náði góðum fyrstu verðlaunum.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.