Heimasíða Ásgarðs

10.09.2010 01:59

Örmerking,dna og ormahreinsun


Gulltoppur frá Ásgarði

Í dag kom Gísli dýralæknir og örmerkti folöldin ásamt því að taka dna sýni úr þeim og í restina voru þau öll sprautuð með ormalyfi.


Ægir frá Ásgarði dasaður eftir átökin:)

Þetta gekk alveg ótrúlega vel enda ekki mörg folöld ásamt mæðrum sínum inni og vorum við snögg að þessu.


Alltaf flottastur þessi:)

Pestin er í rénun hér á bæ en við urðum fyrir því að missa eitt folald úr pestinni um daginn.

Hann Þrymur Astró/Hyllingarsonur fékk niðurgang og það var ekki aftur snúið og hann drapst.

Ég er farin að hafa opið hesthúsið fyrir hrossin allan sólahringinn en aldrei þessu vant þá eru þau farin að standa inni en ekki útundir vegg einsog vanalega.

Eitthvað virðast þau þiggja ylinn í hesthúsinu og þurrka sig á milli þess sem þau eru á beit.

Ég hef komið niður í hesthús á kvöldin og talið allt að 12 hausa inni en hesthúsið rúmar 14 stykki á básum.

Röskva Astró/Heilladísardóttir hress í dag.

Gaman hjá dömunni.

Sprikli...........sprikl..........:)

Ekki veit maður nákvæmlega hvernig maður á að hegða sér varðandi þessa pest en ég er að hára í hrossin tuggu í stallana og er nýbyrjuð að setja smá lýsi yfir heyið í von um að það veiti þeim einhverja vörn.

Vítamínfata var opnuð og eins hafa þau aðgang að saltsteini.

Nú svo þarf ég að hreinsa þetta gamla hesthús og verður það ekki auðvelt verk.

Allt í hrukkum og skorum en húsið er sambland af steyptum veggjum og timbri og allt í glufum hingað og þangað.

Ég tók nú smá rispu á hesthúsinu í fyrradag og henti og henti gömlum reiðtýgjum og allskonar drasli og taldi það 6 ruslapoka sem fengu að fjúka.

Ég dansaði þarna stríðdans reglulega þegar að kóngulóa hlussur þustu af stað!

Þær fengu hverja gusuna af annari yfir sig af klór en samt hlupu þær bara hraðar!
Skrítið............!:)

Alltaf á haustin breytist fuglalífið hér á bæ og núna er tími smáfuglanna sem að dúndrast reglulega á rúðurnar og rota sig eftir að Fálki eða Smyrill er búinn að vera að hrella þá.

Þessi litli fugl sat á tröppunum í kvöld og hreyfði sig ekki þó ég tæki hann upp.

Ég gat ekki séð að hann væri brotinn neinsstaðar og setti hann aftur niður en eftir klukkustund þá var hann enn á stéttinni og tók ég hann með mér útí kanínuhús og fær hann að vera inni í hlýrri kaffistofunni þartil á morgun.

Vonandi lifir hann og kemst á flug á morgun:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1087
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537467
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:31:45