Íris mín kæra vinkona kom á afmælisdaginn minn þann 25 Júlí ásamt Jessy dóttur sinni og eyddum við saman skemmtilegum dögum í kringum hross og myndatöku á þeim ásamt fleiri skemmtilegheitum.
Fyrst fórum við norður til að mynda folöldin hans Vals hjá freyshestum en í ár fæddust 5 folöld hjá honum undan Speli frá Hafsteinsstöðum.
Þau eru vel töltgeng folöldin í ár og gaman að virða þau fyrir sér. Vindótt hestfolald undan Deplu og Speli (mynd Íris). Til sölu/for sale Busla fékk að fara með norður enda ekki mikið fyrir henni haft blessaðri. Lísfreynd tík sem hefur lifað dagana tvenna ef ekki þrenna og komin á tólfta aldurs árið sitt. Það var heldur betur svipur á henni þegar að við vorum öll búin að troða okkur aftur inní bílinn og ég skellti hurðinni rösklega á eftir mér og er að spenna á mig beltið þegar að ég sé hana greyið alveg einsog lykkjufall í framan aleina sitjandi í vegkantinum og skildi ekkert í því afhverju hún ætti að hlaupa alla leið suður! Auðvitað fékk Buslið að hoppa um borð í bílinn:) Hrókur frá Gíslabæ og Íris í Mánahöllinni
Hrókur var sóttur niður í merarstóð og drifnn á kerru og brunuðum við með hann í Mánahöllina aðeins svona til að skemmta bæði honum og okkur. Issssssss................Hrókurinn var þungur og járnalaus en samt var nú alveg hægt að buna á honum um höllina og mátti vart sjá hvort honum þætti þetta meira gaman en okkur. Held samt að okkur hafi þótt þetta aðeins meira gaman hehehe.........:) Méllaust er inn......hvað með hnakklaust:)
Takk fyrir myndatökuna Valgerður mín og takk fyrir frábæra heimsókn Íris og Jessy!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.