Það gengur vel með Þrá Þristdóttir sem að kom hingað fyrir stuttu en hún var rammstygg í fyrstu blessunin en er aldeilis búin að snúa við blaðinu og eltir mann á röndum eftir aðeins tvær meðhöndlanir þarsem henni var kennt að teymast og virða manninn og í seinna skiptið var upprifjun og henni kennt að lyfta fótum og hún klippt allann hringinn og stóð daman einsog stytta. Stilltust í fyrstu fótsnyrtingunni.
Henni var haldið um daginn undir hann Astró frá Heiðarbrún sem er að gera það gott á keppnisvellinum með honum Alexander knapa sínum.
Nú er bara að krossa putta og vona að það komi eitthvað voðalega spennó undan þeim tveimur.
Svo er í bígerð risablogg um ævintýri undanfarinna daga:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.