Erum símasambandslaus,tölvu og sjónvarpslaus og ég komin með pung að láni til að flytja ykkur fréttir úr Ásgarðinum.
Vonandi koma símakallar fljótlega að gera við línuna inní húsið sem er líklega í sundur útí bílskúr. Von Ögra/Sylgjudóttir frá Ásgarði og Þrá Þrists/Manardóttir frá Ásgarði
bakatil.
Ég skrapp uppí Borgarfjörð um daginn til þess að sækja tvær hryssur sem eru í eigu Röggu vinkonu en hún býr í Noregi og nú er ætlunin að gera eitthvað sniðugt varðandi hryssurnar hennar. Okkur finnst alveg svakalega spennandi að setja fyl í Þristdótturina sem er sammæðra henni Rjúpu minni og er hún einnig litförótt einsog Rjúpan,bara annar grunnlitur en hann fékk hún í arf frá Þristi pabba sínum en það er einn af mínum uppáhaldslitum síðan að ég var barn.
Brúnsokkótt er geggjaður litur og ekki skemmir það að litförótti liturinn skín svo skemmtilega í gegn á þessum árstíma en á öðrum tíma getur hann verið ansi ljótur.
Aðallega þó þegar að þau eru að fara úr snemma á vorin en þá eru þau ekkert sérlega falleg þessi litföróttu.
En að merunum aftur,þær voru ekki alveg á því að yfirgefa Borgarfjörðinn sísvona en eftir dágóða stund voru þær báðar komnar um borð í kerruna og sú sem ég spáði að yrði erfiðari,var miklu stilltari og auðveldari uppá. Svo snerist það við þegar að heim í Ásgarðinn var komið,sú sem var stilltari uppá ætlaði nú alsekki að yfirgefa kerruna hehehehe..........:)
En allt gekk þetta nú slysalaust fyrir sig og nú hefst undirbúningsvinna og fortamning við dömurnar en önnur þeirra er nú þegar farin að temja sjálfa sig og er kúnstugt að fylgjast með henni en hún þarf að skoða allt með munninum einsog lítið barn sem er að byrja að uppgötva veröldina. Von að kenna sér að teymast:) Stuttu síðar tók hún upp lónseringarbandið og gekk hálfan hring á staurnum með það hehehehe....:) Sjáiði svipinn á Biskupnum! Þrá Þristdóttir komin aftur heim.
Þristdóttirin er hinsvegar allt önnur týpa,styggari og meira vakandi fyrir því sem að er í kringum hana en svarar mjög vel þegar að hún er beðin um að gera eitthvað.
Er virkilega næm og nóg að rétt snerta hana þá víkur hún undan og svarar öllum ábendingum fljótt og vel. Er fimmgangs og gangskil hrein og skörp.
Nú er það bara á næstu dögum að reyna aðeins Ingimarsaðferðina við þær í bland við Magga Lár aðferðina. Ég fór með Hrók á námskeiðið "af frjálsum vilja" hjá Ingimari fyrir nokkrum árum og var það frábært námskeið. Einnig fór ég á nokkur námskeið hjá Magga Lár og Svanhildi Halls sem hafa gert mikið fyrir mig og opnað margar skemmtilega gáttir inní sýn hestanna á okkur mannfólkinu.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.