Astró og Alexander Freyr. Feikna fótlyfta á kappanum:) Mynd Sigrún.
Þá eru stóðhestamálin komin á hreint hér í Ásgarðinum þetta árið.
Við erum afar lukkuleg með að fá hann Astró frá Heiðarbrún aftur til okkar en við eigum von á honum um helgina næskomandi. Þetta er frábær hestur að hafa í hryssum og ég get sofið róleg á nóttunni með hann líkt og ég væri með hann Hrók okkar niðurfrá í merunum.
Örfá pláss eru laus undir kappann og þá meina ég örfá.
Pantanir tóku að streyma undir klárinn þrátt fyrir að óvíst væri hvort hann yrði hér í Ásgarðinum því Astró var stefnt á LM og var það lán í óláni að LM var blásið af fyrir okkur.
Fyrstu gestahryssur koma á morgun og verður vel tekið á móti þeim með ormalyfi,aðgengi að rúllu,saltsteinum,vítamínfötu og grasgefnu ábornu túni.
Einnig hafa hrossin opið upphitað hesthús ef þau vilja og rennur vatn úr slöngu í kar (ekki staðið vatn líkt og í tjörnum).
Góð vöktun er á hólfinu en það er beint fyrir utan stofugluggann hjá okkur.
Fyrsta folaldið undan Astró hér í Ásgarðinum verður væntanlega komið í heiminn í fyrramálið en hún Fjalladís mín (Skjóna:) var komin með vaxkennda dropa á spenana sína í dag og orðin ansi líkleg til að fara að kasta. Soldið pattaralegur eftir veturinn,mynd tekin snemma í Maí.
Hrókur frá Gíslabæ er laus til afnota í hryssur í sumar ef einhver hefur áhuga á stabílum geðgóðum stóðhesti og er honum slétt sama hvort hann fer í kjötmerar eða eitthvað annað.
Bara að hann fái nóg að bíta og brenna og nokkrar hryssur að dunda sér við.
Hann er frjósamur og gefur heilt yfir litið þæg reiðhross með góðu brokki,laflausu tölti og fimmti gírinn er bakatil og ekkert mál að sækja skeiðið í afkvæmum hans.
Varðandi hestaflensuna þá er hún hér í gangi en hrossin eru frísk og hraust en hósta eftir að þau hafa tekið leikspretti og ólmast um hagana. Hróksi er sá eini sem að ekkert sést á ennþá en hann er í fantagóðu formi og lítur frábærlega vel út.
En þeir sem hafa áhuga á folatolli undan Astró frá Heiðarbrún vinsamlegast hafið samband við mig í netfangið ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192 Frjósemi var mjög góð hjá honum eftir sumarið í fyrra og eigum við von á fullt af fallegum folöldum undan klárnum á næstu dögum.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.