Nú er kjellan að verða fræg,komin með bloggið sitt á Tíðindin en sú fréttaveita er að koma sterkt inn í netheimum enda alltaf eitthvað nýtt að ske þar. "Litla" fænda mínum datt þetta í hug að framlengja mér þangað en hann er alveg snillingur í heimasíðugerð og öskufljótur að vinna við tölvur. Hann hannaði síðuna og líst mér bara þrælvel á hve mikið efni er þar inni og margt skemmtilegt að skoða.
En að sveitastörfunum er það að frétta að ég er orðin ansi mikil Moldvarpa eftir að ég fékk alvöru dótakall með alvöru dótatraktor í garðholuna mína til að tæta þar fyrir mig.
Össssss...............Enginn smá traktor að troðast um í garðholunni minni!
Apparatið sem vann aftaní traktornum er nú kannski ekki hefðbundinn garðtætari heldur miklu öflugra tæki og notað til að gera td reiðvegi og tæta upp vegi. Enda ef að steinn endaði í apparatinu þá muldist hann niður í duft á svipstundu.
Mín er búin að vera á kafi að pota niður kartöflum og eru þær í öllum regnbogans litum sem komnar eru niður í jörðina en ég er stoltust af að eiga ennþá Blálandsdrottninguna síðan að ég var lítill krakki að setja niður hinar ýmsu matjurtir uppí Skorradal.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.