Þessi vika sem er að líða er svo sannarlega búin að vera viðburðarrík. Krissan mín og Busla
Á Mæðradaginn fékk ég hringingu frá einkadótturinni sem bannaði mömmu sinni að elda því hún var á leiðinni að hertaka eldhúsið en það er eitthvað sem henni leiðist nú ekki að gera.
É hélt bara áfram hin rólegasta í útiverkunum og þegar að heim kom þá blasti við dýrindis humarforréttur,flottur kjötréttur í aðalrétt og Banasplitt af bestu gerð í eftirrétt. Auðvitað fékk mamman líka blómvönd og sætt kort frá dóttlunni sinni:)
Takk æðislega Krissa mín,eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinum:):):)
Næsti dagur var ekki alveg svona yndislegur.
Ég dreif mig til tannlæknis en þetta átti að vera síðasti tíminn í bili og bara ein tönn sem gera átti við og svo frí í eitt ár.
Ég skelli mér hress og kát í stólinn fæ deyfisprautuna einsog vanalega en eitthvað fór lyfið vitlausa leið því eftir einhvern tíma þá fölnaði mín upp og fór að svima og kúgast með tilheyrandi leiðindum:(
Ég varð svo rosalega veik að ég vissi hvorki í þennan heim né annan og eftir að búið var að kalla í Hebba niður á tannlæknastofu þá var ákveðið að hringja á sjúkrabíl.
Ég man ekki mikið en þó svona gloppu hér og þar.
Td man ég það vel og skammaðist mín mikið að ég skildi ekki muna hvað ég væri gömul!
Eina talan sem kom upp í hugann var 23 en ég þorði ekki að segja það því að það gat eiginlega ekki passað.
Það var alveg sama þó ég væri spurð aftur (man ekki hvar eða hvenær) aftur kom upp talan 23 en engin önnur tala kom uppí hugann.
En ég gat sagt alla kennitöluna mína var mér sagt (man ekki eftir því) en ég man að ég gat sagt fæðingardag og ár.
Á tímabili hætti ég að anda og mér var alveg sama og fann engin óþægindi heldur bara yfirþyrmandi þreytu.
Eftir að sett var upp nál með vökva,súrefni og einhverju sprautað í mig í sjúkrabílnum auk annars lyfs sem tók ælutilfinninguna í burtu þá fór allt að skýrast hægt og rólega í kringum mig og ég fór að átta mig á fólki sem var í kringum mig og gat farið að hreyfa höfuðið án þess að mig svimaði eins.
Mér var sagt seinna um kvöldið að í deyfilyfinu sem ég fékk hjá tannsa hafi verið Adrenalín og það hafi óvart farið beint inní æð og/eða í taug sem að gefur þau skilaboð að láta mann falla í yfirlið.
Það sem kom fyrir er víst afar sjaldgæft og heitir "play dead" og er svipað og kemur fyrir fólk/dýr sem verða fyrir miklu áfalli og detta stjörf niður.
Ég er ekkert hrædd við að fara aftur til tannlæknisins míns enda frábær maður og gerir vel við.
Er búin að fara niður á tannlæknastofu með gjafakörfu frá Kaffitár í þakklætisskyni fyrir alla hjálpina þennan glataða dag.
Vona að ég sé ekki búin að hræða ykkur svo að þið þorið ekki til tannsa hehehehehe................:)
Þetta er afar sjaldgæft að komi fyrir er mér sagt og afskaplega vond tilfinning að ráða ekki lengur við líkama sinn eða aðstæður.
Farin út að slá blettinn og anda að mér vorilminum:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.