Heimasíða Ásgarðs

24.04.2010 22:47

Sauðburði senn að ljúka/lokið:)

Gleðilegt sumar öllsömul.

Forysta með lambadrottningarnar sínar.

Þær hafa fengið nöfnin Unnur og Krissa í höfuðið á aðstoðardömunum sem voru hér heila nótt að aðstða mig í sauðburðinum.

Ég er búin að vera meira og minna útí fjárhúsum að sitja yfir kindunum mínum sem eru að bera þessa dagana/næturnar og ég tek þessu svo alvarlega öllu saman að það mætti ætla að þær væru 900 en ekki 9:)

6 eru bornar og eru allar tvílembdar og staðan er þessi að það eru 3 hrússar og 9 gimbrar.

Næst bar Hermína tveimur gimbrum.

Enn sem komið er lifa allir og ég krossa bara putta og vona að það gangi jafnvel hjá þessum 3 kindum sem eftir eru að bera.
tók myndir í dag af gripunum og vonandi að það fari að hlýna og grænka meira svo hægt sé að koma þeim aðeins út á kroppið á næstu dögum.

Næst bar Sibba Gibba tveimur gullfallegum Forksdætrum.

Hin Sibbu Gibbu dóttirin.

Reyndar er komið aðeins kropp og allt lítur þetta vel út á meðan að við fáum ekki öskuna yfir okkur líkt og aumingjans fólkið og skepnurnar fyrir austan.

Hrútakóngurinn hennar Kráku og Forks:)

Hinn hrússinn og í uppáhaldslitnum mínum:)!

Næst bar hún 007 tveimur gimbrum.

Hin 007 dóttirin.

Brynja Beauty kom með gimbur og hrút.

Farin útí fjárhús því að hún Dóra er við það að bera ef ekki borin!
Mynd kemur á eftir:)

Já..........sæll!
Dóra kom með 3 lömb,tvo hrússa og eina gimbur og öll jafnstór og falleg.
Nú er bara að dekstra við þá gömlu og kaupa nýja fóðurbætinn og dúndra í hana Dóru svo hún ráði við að mjólka í þennan skara af krökkum:)

Hauskúpa bar þann 28-04 tveimur gimbrum.

Mynd kemur von bráðar......!


Karen borin fyrsta lambinu.

Og sú sem var síðust í ár er hún Karen kind en hún bar 1 Maí þrílembingum,tveimur gimbrum og einum hrút.

Þá telst mér að lömbin séu orðin 20 úr 9 kindum þar af eru 7 tvílembdar og 2 þrílembur.
Kynjaskiptin eru,5 hrútlömb og 15 gimbrar:)

Ég hef oft hugsað til þess síðustu dagana en þarna er sauðburður byrjaður og á eftir að ná hámarki uppúr næstu mánðarmótum.
Sendi bændum og búaliði mínar bestu óskir um betri tíð og vona að þessum ósköpum fari nú að ljúka.


Og takk kærlega fyrir öll commentin,mér þykir vænt um hvað þið eruð dugleg að kvitta fyrir ykkur á síðuna mína:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 593154
Samtals gestir: 59693
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 01:43:59