Váli Eðju/Hróksson vindóttur/litföróttur. Eðja mamma á bakvið drenginn sinn:)
Það var orðið tímabært að taka þá Vála og Forseta undan mæðrum sínum en þeir voru að verða óþolandi og þá sérstaklega hann Váli sem var að fá náttúruna.
Hann var stundum ekki alveg viss hvort hann ætti að fá sér mjólkursopa úr mömmu sinni henni Eðju eða að gera do do á henni!
Ég hef verið drjúg við að segja öðrum hvernig best sé að taka undan folöld og það má með sanni segjast að ég hef ekki verið beinlínis að hlusta á mig sjálfa því hér brotnuðu nokkrir staurar í látunum við þessa tvo stráka og það endaði með því að þeir voru látnir elta mæður sínar útí stóðhestahús og önnur þeirra varð að gista þar yfir nótt því að þrátt fyrir að Skjóna mín væri nýhætt að mjólka ofní Forseta þá varð sorgin þvílík yfir móðurmissinum að Forseti ætlaði að henda sér yfir allt ef mamma hans hreyfði sig!
Eðja og Váli voru engu betri en Eðja var stútfull af mjólk og var ekki tilbúin að missa af "litla" drengnum sínum og hann ekki af henni.
En eftir eina viku útí húsum þá voru þeir búnir að jafna sig og eru farnir að hlaupa um og ærslast úti við án þess að ætla að henda sér yfir alar girðingar og varnir sem þar eru.
Ég verð nú að segja að ég hef líklega ekki séð jafnstór folöld og hann Váli er á þessum aldri en hann er líklega jafnstór móður sinni ef ekki stærri!
Veturinn er búinn að vera yndislegur veðurfarslega séð og heygæðin eru frábær eftir síðasta sumar og ég tala nú ekki um hvað "nýja" rúlluvélin og kallinn unnu vel saman en það er svakalega vel troðið í rúllunum af heyi og meðalviktin er cirka 450 kg í rúllunni af þurru heyi.
Eitthvað er það þyngra í útigangsheyrúllunum en okkur rétt tókst að rúlla því heyi tæplega fullþurrkuðu en okkur finnst betra að hafa það aðeins hrárra því þá er það bæði kraftmeira og fýkur síður frá hrossunum ef gerir rok. Eigendurnir að henni Glampadís Glampadóttur komu hingað um daginn og rökuðu dömuna. Henni var svo heitt með allt þetta hár á sér að hún var ekki að ná að borða jafn mikið hey og hin folöldin sem voru rökuð. Hún kom feit og pattaraleg undan feldinum sínum og þvílíkur léttir fyrir hana en næstu daga á eftir er hún búin að vera einsog raketta um alla rétt þegar að hleypt er út:) Bara gaman:)
Ég er svo heppin að eiga góðann frænda sem er að yfirfara tölvuna og setja hana uppá nýtt fyrir mig og þið verðið að sýna mér smá biðlund ef ég svara ekki alveg strax póstinum en þetta er nú allt að koma samt hjá mér. Nýja fína kerfið lítur vel út og gaman að vinna í tölvunni en það tekur allt saman tíma hjá mér gömlu konunni að læra uppá nýtt á hitt og þetta:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.