Heimasíða Ásgarðs

12.04.2010 14:46

Páskaferð til Þýskalands:)


Skelltum okkur til Þýskalands yfir Páskana...............:)


Búin að blogga á Kanínublogginu um ferðina og blogga mjög fljótlega hérna megin líka þegar að ég hef betri tíma.
En eitt er víst............!:)
Þýskaland er gott land að heimsækja og gestrisnin og dekrið við okkur var algjört:)

Við eigum frábæra vini þarna ytra og ég tók margar myndir sem ég á eftir  að setja inní albúm.

Eina  sem skyggði á ferðina var að Hebbi minn var veikur fyrstu tvo dagana og svo tók ég við og var hrikalega veik í 3-4 daga en reyndi að halda andlitinu.

Feita bloggið sem ég lofaði:)

Eftir alltof langt flug (hata að sitja í flugvél) í loftlausum spúandi bakteríuhólk þá loksins lentum við á Frankfurt Flugvelli.

Íris og Vilhelm biðu þar erftir okkur og það urðu fagnaðafundir hjá okkur vinkonunum.

Á heimleiðinni til þeirra sáu við Sirkus og risastóra fíla í rafmagnsgirðingu og auðvitað urðum við íslendingarnir að fá að fóðra fílana.

Gaman að fá að sjá þessi risastóru dýr svona örfáa sentimetra frá sér og einn af þeim þakkaði mér svona fallega fyrir grastugguna með því að snýta úr rananum yfir mig!

Kannski ég hafi fengið kvefpestina þannig hehehehehehe..............:)

Við fengum höfðinglegar móttökur hjá Íris og fjölskyldu,glæsileg morgunverðarhlaðborð og flottir fiskréttir á kvöldin sem að Vilhelm hristi frammúr erminni einsog hendi væri veifað.

Auðvitað kíktum við á hestana þeirra Írisar og Vilhelms sem voru meira en til í að glensast fyrir gestina:)

Þarna var íslenskt folald,Kjetill frá Lágafelli sem gaf stóru hestunum ekkert eftir og þegar að allt var sprungið uppá stökk þá gaf sá stutti allt í botn á brokkinu og hélt í við þá!

Vilhelm með vini..........:)

Ég með Connemara fola sem er að verða 3 vetra.

Vilhelm að færa hestana úr haganum í hesthús fyrir nóttina:)

Næsta dag fórum við að skoða mjög gamalt og glæsilegt þorp sem er verið að endureisa og voru sum húsin frá 1650 takk fyrir!

Næst kíktum við á hana Jessicu sem að keypti hana Báru frá Ásgarði en Jessica er með reiðhrossin sín á nýjum og rosalega flottum hestabúgarði sem er verið að reisa.

Síðan fórum við að skoða gamlann Kastala sem að er verið að endurgera en hann fannst eða rústir hans og er verkið komið ansi langt á veg og gaman að ganga þarna um og skoða.

Kirsten með súkkulaði labradortíkina.

Karsten með Einstein.

Næst fórum við til Kirstenar og Karsten en það var 4 tíma keyrsla fram og tilbaka og stóð hún Íris sig vel á hraðbrautinni og stóð bensínið í botn og þutum við áfram á 160 km hraða!
Kallinn minn hafði á orði að eitthvað hefði heyst í mér ef hann hefði keyrt svona heima.
Ekki sama að jafna hvað varðar vegina:)


Ég var orðin ansi lasin þegar að við vorum komin til Kirstenar og ég var ekki alveg að ná áttum og
því miður þá á ég ekki margar góðar myndir frá veru minni hjá þeim.

Ömurlegt að vera í útlandinu,stútfull af kvefi,illt í eyrunum með bullandi hita og beinverki og óglatt ofaní allt saman:(

Ég muldi í mig öll þau lyf sem hægt var að fá við þessum fjanda en allt kom fyrir ekki,ég varð bara veikari og veikari.

Kalllinn var orðinn hress og fær í flestan sjó og var hann strax við komuna drifinn útí skóg á Villisvínaveiðar.
Þetta voru hans fyrstu Villisvínaveiðar og var kallinn mikið spenntur og viti menn!

Hann var rétt búinn að bíða í 30 míntútur þegar að hans fyrsta Villisvín lá í valnum.

Eftir þetta var kallinn óstöðvandi,eyddi hann mestum tíma sínum útí skógi við vinnu með Karsten en þeir fóru á hverjum morgni að fóðra Villisvínin en það er gert á sérstökum fóðurstöðvum sem voru hátt í 20 talsins en svínin fá maís daglega og svo fóru þeir að vitja um gildrur hingað og þangað ásamt fleirum verkefnum sem sinna þarf en Karsten er skógavörður að atvinnu.
Draumastarf fannst mínum kalli og munaði ekki miklu að hann yrði bara eftir þarna útí skógi og sendi mig eina heim!

Bleika með kvöldverðinn sinn sem samastendur af Gulrótum,Rauðrófum og sérstakri fóðurblöndu ásamt heyi að vild og bunka af hálmi til að lúlla í.

Ég hitti hana Bleiku sem er líklega elsta íslenska hross veraldar en við erum jafngamlar og báðar fæddar árið 1966 og verðum við 44 vetra í vor.
Hún er hress en stirð á morgnana einsog ég en við erum báðar með gigt og liðkumst upp þegar að við erum komin nokkur skref inní daginn:)
Hin hrossin bera virðingu fyrir Bleiku sem kom mér á óvart en hún er nú samt ekki látin vera í girðingu með öðrum hrossum heldur er hún á daginn í girðingu með annari hryssu sem er hátt í þrítug.
Það er alveg greinilegt að það er sérstakt samband milli hryssunnar og Kirstenar og Bleika skilur hvert orð sem Kirsten talar til hennar.

Anna Sievers á fylfullri Oríon dóttur.

Við Íris og Jessy dóttir hennar keyrðum áfram og heimsóttum Önnu Sievers en hún er mjög fær söðlasmiður og reiðkennari með meiru og gaman að heimsækja hana.
Móðir hennar keypti af okkur hana Freyju Hróks/Manardóttur og kítkum við á hrossin hjá þeim mæðgum.

Í bakaleiðinni kíktum við á hana Nikolu og Skinfaxa sem er altaf jafn yndislegur og skemmtilegur karakter.

Við áttum frábærar stundir hjá Kirsten og Karsten og ég verð ég sérstaklega að þakka þeim fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur.


Við fengum tvær 100 Fermetra íbúðir,ein handa mér og Hebba mínum og aðra handa Íris og dóttur hennar Jessy ásamt þvílíkum morgunverðarhlaðborðum og kvöldverðum sem slógu allt út,td Villisvín,Gæs og fleira góðgæti með úrvali af meðlæti og Rauðvín,Hvítvín eða hvað maður vildi drekka með.
Ekki var viðlit að fá að borga eina einustu krónu fyrir allt saman!
Takk kærlega fyrir okkur Kirsten og Karsten:)!
Heimasíðan hjá þeim hjónum brokelohermoorhof


Síðasta daginn gat ég aðeins skroppið á hestbak en það var alveg nýtt fyrir mér að fara á bak í útlandinu.
Alt orðið iðagrænt og fallegt yfir að líta.

Takk kærlega fyrir okkur Íris og fjölskylda.
Frábæra gistingu og meiriháttar mat,alla keyrsluna og dekrið við okkur:)
Ég hef ekki komið til Þýskalands síðan ég fór á HM í Austurríki árið 1987 en þá fórum við nokkur saman úr Fáki og leigðum okkur 3 húsbíla og ferðuðumst frá Þýskalandi,Austurríki,Ítalíu og Sviss og tilbaka.
Þá talaði nánast enginn ensku og urðum við stundum fyrir verulegum óþægindum vegna þess en í dag tala allir ensku í Þýskalandi og allir svo yndislegir,kurteisir og ekkert stress í gangi.

En eitt er víst!
Næst þegar að ég kem til Þýskaland ætla ég ekki að vera svona lasin.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536144
Samtals gestir: 57137
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 20:42:04