Kátur Flankason á von á meðlagsrukkunum von bráðar:)
Þá er rúning hér á bæ lokið en ekki var hann Jón bóndi lengi að svipta af þeim ullinni enda bara 20 hausar í húsinu.
Þetta gekk á ofurhraða enda ullin við það að detta af þeim og gibburnar dauðfengnar að losna við ullakápurnar sínar.
Búin að sprauta þær með bóluefninu góða og nú mega þær bara hafa það gott framað sauðburði sem hefst hér seinni partinn í Apríl. 007 sposk á svip, sú sem hélt framhjá Kát með Fork.
Mikið hlakkar mig til að fá litlu lömbin í heiminn og vonandi gengur það vel hjá okkur í ár. Gráhyrna frá Hrauni,búttaður og vænn gemsi:)
Ég er nú svo heppin að hafa marga góða nágranna sem að ég má hnippa í ef að vandamál með burð verður og sagði einn að ég mætti hringja í hann jafnt sem að nóttu sem degi.
Maður er soddann byrjandi í þessu og kannski hálfragur við að hjálpa sérstaklega þegar að tvö lömb reyna að troðast í einu og allt er komið í flækju.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.