Laufey "litla" og Hefring. Ég stökk út með cameruna um daginn þegar að við vorum að gefa stóðinu vikulegann rúlluskammtinn sinn. Hefring er orðin afar sérstök á litinn á afturendanum. Stór svartur blettur einsog skjóna á henni.
Þetta er ekki óalgengt í rauðum hrossum en ég hef ekki séð svona stóran blett áður. Frekar sérstakt finnst mér og gaman væri að vita hvort það sé til litaheiti yfir þetta.......Yfir til ykkar lesendur kærir ef þið hafið einhver skemmtileg comment um málið:) Hann nær nánast alveg niður að hæklum.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.