Hér er allt að gerast og meira að segja meira heldur en ykkur og okkur grunar!
Fyrst og fremst erum við að gera vorhreingerningu í kanínusalnum og auðvitað fylgja svo hin hefðbundnu störf einsog að fóðra folalda prakkarana og gefa útiganginum. Sofandi minkaveiðihundar ekki á verði.....:(
En það sem skeði hér um daginn er alveg með ólíkindum.
Ég ætlaði að fara útí frystkistu og ná mér í tvo heimagerða hamborgara,vacumpakkaða og flotta.
Þið munið þessa fínu sem ég var að pressa í haust!
Hvað haldiði að ég hafi séð?
ENGA hamborgara í frystikistunni minni og ekki heldur megnið af hakkinu og svo vantar líka Gúllasið góða!
Einhver glorhungraður hefur komið hér í skjóli nætur og laumast í frystikistuna og haft með sér á brott verulega mikið magn af kjötinu okkar!
Fyrir stuttu var í fréttablöðum hér á svæðinu klausa um að á vappi væri gluggagægir og kannski þetta hafi verið hann??
Hrikalegt til þess að vita hvað fólk er orðið hungrað hér á landi að það steli uppúr frystikistum frá öðru fólki.
Vona að sá/sú/hann/þeir sem þetta gerðu séu saddir og sælir með fenginn.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.