Heimasíða Ásgarðs

07.02.2010 00:35

Hestastúss og gaman:)


Hrókur með nýja búnaðinn sinn.

Hrókur fékk góða gjöf um daginn en hún vinkona mín frá Þýskalandi ásamt manni sínum komu í heimsókn og voru hjá okkur í eina viku.

Síðasta daginn sem þau voru hér þá fórum við Kirsten að hestast á meðan að kallarnir skruppu í veiði.

Við renndum með Hrók með okkur á kerru inná Mánagrund og nú skildi fína nýja méllausa beislið prófað.

Klárinn er ótrúlega góður með þetta apparat en ég prófaði hann nú samt fyrst með sitt gamla beisli og ég verð nú að hrósa honum James vini mínum Bóasi fyrir  beislisvinnuna í klárnum frá í fyrra en Hróksi virðist hafa lagt það vel á minnið að vera ekki að geifla sig líkt og hann gerði hér áður fyrr.

Hann er líka orðinn þéttari á taumnum og ekki svona klökkur í beisli einsog hann var oft.

En samt situr það voðalega fast í kollinum á honum enn að það skei eitthvað stórkostlega hættulegt ef tekið er í taum og tungan flýr ofaní kok:(

En að nýja fína méllausa beislinu hans,það svínvirkaði og klárinn var ekkert að detta niður á brokk sem ég nú bjóst hálfpartinn við og hann beygði vel uppá báðar hliðar.

Eina sem ég gat sett útá var að ef ég bara togaði í tauminn og þagði þá var hann þungur að stoppa en það er kanski ekkert skrítið þarsem ég er vön að hlífa honum við slíku áreiti með mélunum heldur segi ég bara hó....... við klárinn og þá stoppar hann á stundinni.

Hann er nú meira rassgatið hann Hrókur minn emoticon
Ég veit.....ég veit....:)
 
Sumir komnir með gubbuna uppí kok.....
emoticon

Þið klárið bara að lesa þegar að þið komið aftur af kamrinum hnéhnéhné..... emoticon

Hann er bara dúllan mín þessi elska og ekki orð um það meir:):):)!!!!

Kirsten var að prófa hnakk og var svo heppin að fá hana Hervöru frá Hvítárholti undir hnakkinn.


Kirsten og Hervör í Mánahöllinni.

Það mætti alveg klóna hana Hervöru svo fleiri gætu átt einsog eina slíka í hesthúsinu sínu.


Bloggaði alveg ógurlega á kanínusíðunni.
Þetta blogg var líkt og  ég væri að koma útúr skápnum ef svo mætti að orði koma.

Ekki á hverju degi sem að birtist blogg um kanínur sem verða að dýrindis kjöti og fallegum pelsum.

Þar hafið þið það.........!
Kanínukonan í Ásgarði komin útúr skápnum í öllu sínu veldi:)
Kíkið með því að klikka á hér fyrir neðan.

Kanínubúið Ásgarði

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535594
Samtals gestir: 57077
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 20:57:35