Heimasíða Ásgarðs

21.01.2010 20:02

Strangt en tímabært



Sá tilkynningu frá yfirdýralækni inná Mánasíðunni okkar og finnst mér þetta í raun og veru tímabært þó að það hljómi svolítið strangt.

Allt sem snýst að hestamennsku er að verða dýrara og dýrara en meira professoinal og má það alveg verða það.

Ekki væri ég sátt ef ég væri með 100 hrossa stóð eða meira og þyrfti að láta örmerkja hvern grip svona einn tveir og þrír!

En hvernig líst ykkur annars á þetta???
emoticon
Tilkynning til hestamanna frá yfirdýralækni

                       


 Til hrossaeigenda




Neytendavernd - lyfjaskráning - örmerkingar




1.        Aukin eftirfylgni með lögum sem eiga að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í hrossakjöti.


Matvælastofnun hefur eftirlit með notkun dýralyfja í íslenskum landbúnaði og er ætlað að tryggja að engar lyfjaleifar séu í íslensku kjöti hvort sem það er ætlað á innlendan markað eða til útflutnings. Samkvæmt lyfjalögum lýtur öll notkun dýralyfja ströngum reglum og er löggjöfin í samræmi við lyfjalöggjöf Evrópusambandsins. Þar eru m.a. settar kvaðir á dýralækna um útgáfu lyfseðla og að þeir skrái alla notkun á dýralyfjum. Nánari reglur um skráningu á notkun dýralyfja, svo og um ábyrgð dýraeigenda í því sambandi, er m.a. að finna í reglugerðum um aðbúnað hrossa nr. 160/2006 og merkingar búfjár nr. 289/2005, með síðari breytingum.  

Matvælastofnun hafa nú borist ábendingar frá Evrópusambandinu  vegna eftirlits með framkvæmd framangreindra laga og reglugerða  og kröfur um aukna eftirfylgni, þannig að áfram verði heimilt að flytja út hrossakjöt til aðildarríkja Sambandsins.
         
Kröfurnar lúta fyrst og fremst að bættri skráningu á allri lyfjanotkun og þeim  biðtíma til afurðarnýtingar sem við á.  Þannig geta sláturhús sannreynt að hross sem koma til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjanotkunar. Til þess að hægt sé að tryggja öryggi afurðanna og ganga úr skugga um að þær séu lausar við lyfjaleifar, þarf að auka eftirlit í sláturhúsum og tryggja eftirfylgni með einstaklingsmerkingum hrossa. Í reglugerð um merkingar búfjár er kveðið skýrt á um að skylt  sé að einstaklingsmerkja öll hross í landinu eldri en 10 mánaða.
Úrbætur þessar þurfa að vera komnar í gagnið fyrir miðjan apríl 2010,  eigi að vera um frekari útflutning á hrossakjöti til Evrópusambandsins að ræða.  

2.        Hestapassi

Í Evrópusambandinu er gefinn út hestapassi fyrir öll hross með nákvæmri lýsingu á hrossinu auk ýmissa annarra upplýsinga. Þar er kveðið á um hvort nýta megi sláturafurðir af hrossinu til manneldis og skylt er að skrá í hestapassann meðhöndlanir með tilteknum lyfjum sem leiða af sér langan  biðtíma til afurðarnýtingar. Hestapassinn fylgir hrossinu við eigendaskipti, flutninga og að lokum í sláturhús. Evrópureglugerðin um hestapassa hefur ekki verið innleidd hér á landi enda vart talið framkvæmanlegt miðað við þann hjarðbúskap sem algengastur er í íslenskri hrossarækt og á sér ekki hliðstæður í Evrópu.

Við útflutning á hrossum verður að gefa út hestapassa og er sú útgáfa á hendi Bændasamtaka Íslands sem einnig halda utan um allar skráningar hrossa í gagnagrunninum Veraldarfeng (www.worldfengur.com ), WF. Nýjasta útgáfan af hestapassanum gerir ráð fyrir lyfjaskráningu með sama hætti og annars staðar í Evrópu og þurfa því upplýsingar um lyfjanotkun a.m.k. 6 mánuði aftur í tímann að liggja fyrir þegar hestapassinn er prentaður út.  

Matvælastofnun hefur í samvinnu við Bændasamtök Íslands lagt alla áherslu á að fá WF viðurkenndan af Evrópusambandinu sem rafrænan hestapassa. Með því móti teljum við okkur geta haldið utan um allar upplýsingar er varða neytendavernd og sjúkdómavarnir.


Búið er að byggja inn í WF möguleikann á skráningu allrar lyfjanotkunar í hross auk þess sem upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar birtast nú á forsíðu þeirra hesta sem við á.  Þetta  auðveldar sláturhúsum að fyrirbyggja að kjöt af hrossum í sláturbanni fari inn í fæðukeðjuna.

 
3.        Helstu atriði sem eigendur og umráðamenn hrossa verða að hafa í huga:

·        Öll hross eldri en 10 mánaða eiga að vera skráð og örmerkt. Hross sem fædd eru árið 2008 eða síðar skulu vera örmerkt en frostmerking er áfram tekin gild sem einstaklingsmerking eldri hrossa.
·        Ekki má meðhöndla hross nema þau séu einstaklingsmerkt. Í bráðatilfellum er þó vikið frá þessari reglu og hrossin annað hvort örmerkt samtímis meðhöndluninni eða tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar sé fylgt. Hross með svo óskýr frostmerki að ekki er hægt að lesa af þeim með öryggi skoðast ómerkt. Sama á við um hross sem skráð eru með örmerki sem ekki finnst. Hafi hross verið örmerkt en merkingin ekki skráð í WF,  þarf eigandinn að sjá til þess að skráningu verði lokið innan viku. Að öðrum kosti verður tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar  verði fylgt.
·        Allar lyfjameðhöndlanir og upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar ber að skrá í WF.  Bæði dýralæknar og eigendur bera ábyrgð á að svo sé gert.
·        Aðeins má senda einstaklingsmerkt hross til slátrunar. Undanþegin eru folöld yngri en 10 mánaða en þau skulu merkt með einstaklingsnúmeri móður, t.d. með hálsbandi. Af því leiðir að aðeins er leyfilegt að nota skráðar og einstaklingsmerktar hryssur til kjötframleiðslu. Berist ómerkt dýr í sláturrétt sláturhúss skal því slátrað og eiganda þess gefinn 24 klst. frestur til að færa sönnur á uppruna dýrsins. Yfirdýralæknir metur í hverju tilviki hvað telst fullnægjandi sönnun. Takist ekki að sanna uppruna/einstaklingsnúmer dýrsins er óheimilt að setja afurðirnar á almennan markað.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535930
Samtals gestir: 57118
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 17:51:14