Heimasíða Ásgarðs

20.12.2009 00:52

Kuldablogg



Í dag beit kuldaboli svo sannarlega í puttana á mér þegar að ég var við myndatöku á nokkrum hrossum.

Það eru nokkur ný hross að detta inná sölulistann sem er orðinn ansi tómlegur.

Við erum búin að fylla okkur á síðustu dögum af menningu en síðastliðið sunnudagskvöld fórum við ásamt dóttlunni minni henni Krissu á tónleikana með Frostrósum í Laugardalshöll.

Hún gaf okkur Hebba miða í bestu sætin og urðum við sko ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana!
Þvílík sýning og raddir og þegar að mest var af fólki á sviðinu þá voru cirka 250 manns að spila og syngja!

Eftir tónleikana fórum við flott út að borða á gamla A Hansen sem heitir núna Gamli Vínkjallarinn.

Ekki vorum við hætt að drekka í okkur menninguna í höfuðborginni en við fórum á frábæra Ljósmyndasýningu á Laugarveginum en þar var mynd af honum Káti okkar Hrút í nánast fullri stærð ásamt fleiri húsdýrum okkar Íslendinga.

Nú svo streyma kanínur út einsog heitar lummur og hef ég vart undan  að kyngreina og afhenda áhugasömum kaupendum.

Enn á ég eftir að senda norður þær nínur sem pantaðar voru.
Ekki örvænta þið fyrir norðan!
Þær eru alveg á leiðinni!

 Sigrún formaður með flotta Angóru kanínu.
Ein af örfáum sem eftir eru til í landinu emoticon .

Mín skellti sér á stórskemmtilegann stjórnarfund hjá Kanínuræktarfélagi Íslands
En ég blogga um það betur á nínusíðunni minni.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535930
Samtals gestir: 57118
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 17:51:14