Ransý er alveg búinn á því eftir atgang síðustu daga og ég stalst í tölvuna og pikkaði inn með klaufunum þessar línur. Ef hún verður ekki búin að blogga fyrir annað kvöld þá skal ég tala við hana með tveimur hrútshornum fyrir ykkur kæru lesendur . Kátur Flankason.
Og ætla að telja upp kindurnar sem ég fékk: Dóru sem er algjört beauty pæ....... Forystu megababe.......... Hauskúpa heavy babe................. Hermínu hugföngnu sem varð að taka frá á tímabili! Græðgin í henni! Og við 007 áttum mjög svo leynilegan fund saman . Reyndar komst ég að svolitlu um hana sem gerði mig nett brjálaðan og sárann . Haldiði ekki að hún hafi alveg misst niður um sig ullarlagðana þegar að inn kom þessi líka ungi og flekkótti hrútur sem barði sér á bringu og stökk af stað með ógurlegum látum og áður en Ransý náði að stoppa hann af þá var hann búinn að negla 007 uppvið vegg! Ekki ætla ég að borga meðlagið vor ef að lömbin hennar verða með minnsta vott af flekk í ullinni ! Forkur frá Stað.
Það var mikið að ég náði að reka hann Kát úr tölvunni. Hann er að drepast úr afbrýðisemi útí nýja hrútinn hann Fork.
Forkur fékk að spreyta sig á: Sibbu Gibbu og Kráku veturgömlu dömunum. Brynju Beauty. Karen kind.
Rosalega er búið að vera erfitt að koma þessu bloggi frá mér.
Apparatið sem ég geymi allar myndir á er alveg við það að springa og er það búið að tefja verulega fyrir mér hér á blogginu.
Vona að það springi ekki alveg strax áður en ég næ að gera viðeigandi ráðstafanir áður en ég tapa öllum myndunum!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.