Heimasíða Ásgarðs

02.12.2009 00:41

Vetur konungur mættur!


Þá er vetur konungur búinn að banka hrauslega á dyr hér hjá okkur við Garðskagavitann.

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Mið 02.12
kl. 02:00
Norð-norð-austan 18 m/s 20 m/s  /  24 m/s -2,8 °C 69 %
Mið 02.12
kl. 01:00
Norð-norð-austan 19 m/s 20 m/s  /  26 m/s -2,9 °C 67 %
Mið 02.12
kl. 00:00
Norð-norð-austan 19 m/s 20 m/s  /  27 m/s -3,1 °C 72 %
Þriðjudagur, 01. des. - Garðskagaviti
Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Þri 01.12
kl. 23:00
Norð-norð-austan 19 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,6 °C 71 %
Þri 01.12
kl. 22:00
Norð-norð-austan 19 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,3 °C 75 %
Þri 01.12
kl. 21:00
Norð-norð-austan 20 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,3 °C 76 %
Þri 01.12
kl. 20:00
Norð-norð-austan 21 m/s 22 m/s  /  28 m/s -3,4 °C 75 %
Þri 01.12
kl. 19:00
Norð-austan 21 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,2 °C 74 %
Þri 01.12
kl. 18:00
Norð-norð-austan 21 m/s 21 m/s  /  26 m/s -3,2 °C 73 %
Þri 01.12
kl. 17:00
Norð-norð-austan 20 m/s 20 m/s  /  25 m/s -3,1 °C 72 %
Þri 01.12
kl. 16:00
Norð-norð-austan 19 m/s 19 m/s  /  25 m/s -2,7 °C 73 %
Þri 01.12
kl. 15:00
Norð-norð-austan 17 m/s 18 m/s  /  23 m/s -2,7 °C 65 %

Ég skellti mér í smá göngu með hundana en gafst fljótlega upp vegna kuldans og látanna í Kára veðurkóngi.
Djö..............beit hann vel í puttana á mér þegar að ég var að munda cameruna!

Súsý Busludóttir að hamast í Tobbu Önnu vinkonu sinni.

Skvetta Busludóttir alveg búin að fá nóg af skafrenning í nebbann sinn.

Hrossin hér á bæ og allt í kring stóðu í höm í bylnum og biðu af sér lætin.

Það voru skuggaleg skýin og ekkert gaman að vinna úti við þannig að ég dreif mig inní heitann kaffisopa og hentist svo út til kindanna,kanínanna og hestanna sem inn eru komnir en það eru þeir Hrókur og Suddi sem deila saman stíu á meðan hinir eru látnir vera útí rúllu í bylnum.

Suddi er ekkert alltof brattur innanum hrossin útivið og tapar bara holdum þó að hann sé bara með 4 öðrum hrossum í rúllu.Hann er svo mikil kveif af hann stendur bara og horfir á hina gadda í sig rúllunni eða þartil Hrókur kemur honum til bjargar og rekur hina frá en hinir geldingarnir bera mikla virðingu fyrir honum.
Suddi er flottur með Hrók í stíu inni en nú er mig farið að kítla í puttana að fá járningarmann á svæðið en ætla samt að bíða með það framyfir áramót.

 Ég tók 7 kanínuhögna í dag og sendi inn í eilífðina og eina læðu sem er ekki að gera sig í frjósemi.
Nokkrir af köllunum voru orðnir gamlir eða síðan 2005 og var frekar erfitt að fella þá.
Margir mjög góðir högnar en nú taka synir þeirra við.

Í kvöld var ég loksins að skila inn fjárskýrslu og kláraði Forðagæsluskýrsluna líka.

Svo er eftir að skila inn stóðhestaskýrslu og ég veit ekki hvað.
Að vera bóndi í dag er orðið ansi mikil vinna í tölvu og tekur þetta allt saman drjúgan tíma.

Nú svo er fjörið að hefjast í fjárhúsinu!
Kátur er þegar búinn að sinna 3 kindum og næst er að sækja Flekkóttan lambhrút á restina.
Það er svo miklu meira gaman að fá smávegis af litum með úrþví maður er að þessu líka sér til gamans.

Svona svo þið fáið einhverja innsýn hvernig lætin eru í fjárhúsinu núna þá set ég hér inn videó af frændum/frænkum hans Káts og kindana hér á bæ.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535958
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:13:25