Líklega er hún Bleika hennar Kirstenar vinkonu minnar í Þýskalandi elsta íslenska hross í heiminum.
Kannski elsta hross veraldar ef útí það er farið.

Bleika frá Bakkafirði fædd 1966.
Hryssan er jafngömul mér (Ransý:) en við erum báðar fæddar árið 1966 en hún er reyndar cirka 2 mánuðum eldri en ég,fædd í Maí 1966.
Hér kemur saga þeirra Kirstenar og Bleiku sem hún sendi mér:
Bleika fæddist í Maí 1966 í norðausturhluta Íslands,Bakkafirði.
4 Október var hún send með skipi sem flutti hana til Rotterdams í Þýskalandi.
Foreldrar mínir keyptu Bleiku handa mér þegar að ég var 6 ára og Bleika var tveggja vetra.
Fyrstu 3 árin hennar var hún á beit með kúm útá engi en eftir þessi 3 ár fór ég að fara á bak henni.
Bleika var fjórgangshryssa en síðar eftir að hún eltist þá fór hún að sýna skeið.
1982 og 1983 eignaðist hún folöld og voru þau seld til USA og voru þau í Colarado á hestabúgarði og þar eignuðust þau marga afkomendur.

Bleika flutti oft með mér og frá 1987-1997 þá bjuggum við á eyjunni Norderney og það var mjög gott fyrir hana.
Loftslagið þar er einsog á Íslandi og hún varð aldrei veik þó hún væri altaf úti í rokinu og sjávarseltunni en hún fór oft í sjóinn að baða sig og kæla og naut þess að éta þangið í fjörunni.
Fyrir 5 árum síðan keypti ég aðra hryssu gamla handa Bleiku sem félagskap.
Þær una sér vel saman og eru miklar vinkonur.
Öll hrossin á bænum bera mikla virðingu fyrir gömlu minni og víkja úr vegi fyrir henni.
Fyrir cirka 5-6 árum fór ég að klippa feldinn á Bleiku því hún er hætt að fara úr feldinum sjálf með góðu móti.
Fyrir cirka 2 árum fór ég að taka hana inn á nóttunni ef að ringdi en því er hún ekki hrifin af.
Henni líkar betur útiveran og er ekki mikið vön því að standa inní hesthúsum.
Síðustu árin hefur henni verið riðið af og til berbakt en síðasti alvöru reiðtúrinn sem ég fór á hana var árið 2002.
Hún á marga kílómetra að baki þessi hrausta hryssa.
Fyrir örfáum árum fór ég að gefa henni extra mat kvölds og morgna,gulrætur,beets,epli og korn með volgu tei og steinefnum.
Hún á ekki lengur gott með að borða hey.
Bleika fær að vera laus og frjáls og vera þar sem hún vill utan girðingar á daginn.
Hún er einsog hundur og kemur þegar að kallað er á hana og fer ekki langt frá bænum okkar.
Þetta er sagan af henni Bleiku sem enn stendur traustum fótum í útlandinu og verður 44 ára gömul næsta vor.
Kirsten var hér hjá okkur í haust og kom með nokkrar myndir af henni Bleiku sinni og sagði mér margt skemmtilegt um merina sína.
Það tók mig nokkur ha.........!???? Að skilja það að hryssan væri 43 vetra gömul og lenti Kirsten iðulega í því hér í haust að fólk hélt að hún ætti 43 íslenska hesta en ekki 43 vetra hryssu hehehehehe...............
Allir misskildu þetta og kannski ekki skrítið!
Ég vil taka það fram að hryssunni fylgdu allir pappírar og þeir eru til en einhverstaðar niðurgrafnir í kössum.
Mikið væri gaman að vita hverjir eru foreldrar hennar sem gefa svona hrausta og langlífa skepnu af sér.
Kirsten er eigandinn að honum Aski Stígandasyni sem við seldum þarsíðastliðið haust.
Klárinn er að gera það gott og er í miklu uppáhaldi á bænum.
Þægur og stilltur reiðhestur með afbrigðum enda vel taminn hér heima af vini okkar James Bóas.
Skelli inn myndum af Aski kallinum frá í sumar.

Askur
að knúsa vin sinn í miðjum reiðtúr.

Kirsten að baða Askinn eftir reiðtúrinn.
Smá viðbót:
Var að drullast til að blogga á kanínusíðunni minni sem ég er ekki alveg að hugsa nógu mikið um.
Gaman að heyra um fleiri aldna íslenksa höfðingja
.
Endilega commenta ef þið vitið um fleiri!