Heimasíða Ásgarðs

21.11.2009 00:19

Kindastúss

Við erum búin að vera rosalega dugleg að undirbúa kindurnar fyrir veturinn og ekki má gleyma að kýla í þær fóðri og allskonar gotterýi enda fer að síga að því að þær hitti hann Kát Flankason og annan til sem verður gestur hér og ætlar að reyna að bæta litina hér á bæ.
Þeim ætti að takast það tveimur að fylla á þessar 9 skjátur.

Kátur í "fangelsinu".

Með réttu áttu þær að vera 10 en við vorum svo óheppin að missa hana Kolu litlu en hún fékk bráðapest skyndilega og okkur að óvörum!

Kola heitin emoticon
Þannig skeður það víst og ekkert við því að gera.

Ég hefði samt alveg viljað fá undan henni en hún átti að hitta hrút í fyrsta sinn núna í byrjun desember.
En henni bráðlá að hitta einhvern annan (líklega flottan sæðing:) þarna hinumegin skulum við ætla.

Kallinn dreif sig í að smíða svolítið sem frúin var búin að suða og suða í honum að gera.

Ég er alltaf að væla um bakið/mjaðmir og burðinn með heyið og það endaði með því að kallinn hentist af stað og smíðaði stórann garða sem tekur eina rúllu takk fyrir!


Rosalega flott hjá honum og núna bakkar hann bara inn á traktornum,leggur rúlluna á heimasmíðað bretti á fótum og þaðan er henni ýtt inní garðann með lilla putta.


Svo er plastið tekið af og rúllan skorin í miðju með heyskera og flett í sundur.

Ekkert mál og kindurnar og ég alveg himilifandi með þetta allt saman.

Hermína var fyrst til að vígja græjuna en það þurfti nú ekkert að kalla á hana í matinn.
Hún er einsog niðurfall þegar að mat kemur þessi kind!

Hermína heysuga emoticon !

Brynja Beauty Karenar/Flankadóttir

Brynju Beauty dóttir.

Sibba Gibba Þribbalyngur.

Við erum búin að flokka gimbrarnar frá og eru þær öðru megin og kindurnar hinumegin svo hrútarnir geta þá athafnað sig í friði fyrir litlu stelpunum sem ætla að bíða í eitt ár og stækka og þroskast í rólegheitunum.

Mér liggur svo ekki mikið á að ég geti ekki beðið því þetta er nú bara hobbý og til að hafa mat til heimilisins og hafa gaman af.

Ef ég væri stórbóndi með alvöru fjárbú og þyrfti að stóla á innkomu þá liti þetta allt öðruvísi út.

Nú á að rækta liti,góða móður/mjólkur eiginleika og gott geðslag.
Eða það er minnsta kosti ræktunarstefnan hér á bæ emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535690
Samtals gestir: 57092
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 22:21:41