Hingað kom galvösk ung dama sem fékk leyfi til að taka myndir af honum Kát Flankasyni.

Kátur kallinn að pósa.............
Hún er að undirbúa sýningu og var Kátur hluti af verkefni sem hún er að vinna að í Ljósmyndaskólanum.
Kátur varð auðvitað afar kátur í settinu og þá aðalega vegna alls brauðsins sem gaukað var að honum fyrir að standa kyrr á meðan að myndatöku stóð.

Settið í stóðhesta/hrúta stíunni.
Hann var okkur og sér til fyrirmyndar enda vel upp alinn hrútur af góðum og stilltum ættum,eina sem vantaði á hann voru litir englavængir
.
Það er af og til sem við erum fengin til að leigja/lána dýr í hin ýmsu verkefni.
Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafa verið með kanínur frá okkur og þarsíðast var hæna í hlutverki hjá Kvikmyndaskóla Íslands.
Við höfum bara gaman af þessu og pössum auðvitað vel uppá að dýrin fái alla þá umhriðu og aðbúnað sem þeim hæfir og gott betur á meðan þau eru í verkefnum.
Látum fylgja með þeim þeirra rétta fóður o.s.frv.
Í öllum tilvikum þegar að dýrin koma til baka þá eru þau orðin mikið tamin og hændari að mannskepnunni en þegar að þau fóru.