Long time nó blogg!
En hér kemur það loksins og ekki höfum við beint legið í leti en mín kæra vinkona Íris skrapp óvænt í heimsókn til okkar í 5 daga.
Bara gaman að fá hana svona óvænt en veðrið var aðeins að stríða okkur og ekki voru teknar margar myndir utan dyra.

Við áttum heimboð að Grænhóli til Krissu og fjölskyldu og á endanum fórum við í roki og rigningu austur fyrir fjall og munduðum camerunar innandyra þar.
Alltaf gaman þegar að ég,Íris og Valgerður bregðum okkur af bæ kallalausar og þá sko þræðum við sjoppurnar og veitingarhúsin svo enginn verður þar útundan einsog er svo algengt er þegar að kallarnir eru hafðir með.
Þegar að við komum í Grænhól beið okkar hlaðborð og svignaði allt undan kræsingum þar.
Ekkert smá flott Eplakaka
sem okkur var sérstaklega bent á híhíhíhí...............

Krissa og Íris að spjalla.
Nú eftir skraf um hross og ættir bæði manna og hrossa yfir kræsingunum fengum við leiðsögn um glæsilegt hesthúsið og reiðhöllina sem er ein sú flottasta og bjartasta sem við höfum séð!

Björt og vinaleg með hæfilega mjúku/hörðu undirlagi.
Vá....................Hún er draumur hvers ljósmyndara að mynda í henni, þarna er bjart frá lofti og niður í gólf en sérstakur skeljasandur er í gólfi sem gerir alveg ofboðslega mikið fyrir myndatöku þarna inni.
Hljómburður er þarna gríðarlega góður og ég efast ekki um að það sé gaman að vinna þarna með hross.
Við vorum einsog smástelpur skríkjandi yfir öllum gæðingunum í stíunum en þeir kipptu sér ekki mikið upp við okkur þarna potandi og bendandi í allar áttir.
Mauluðu tugguna yfirvegaðir og rólegir undir öllu faxinu og toppunum.

Var ekki Hreggviður þarna á bak við toppinn!
Það vantar ekki prúðleikann á þessum bæ.

Ég er líka sæt
Við klikktum svo út með því að fara á Selfoss að borða á fínum og afskaplega hreinum veitingastað,fengum þar núðlur og allskonar framandi rétti.
Man ekki hvað hann heitir því miður annars hefði ég sett inn link á staðinn.Svona hreinum og fínum stöðum á maður að halda á lofti og ekki var verðið neitt til að æsa sig yfir.
En takk kærlega fyrir frábærar móttökur í Grænhól og skemmtilega stund með ykkur þar part úr degi.